fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ríkisstjóri Oregon segir óásættanlegt hversu margir létust í nýafstaðinni hitabylgju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 08:00

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Brown, ríkisstjóri í Oregon í Bandaríkjunum, segir óásættanlegt hversu margir létust í hitabylgjunni sem herjaði á norðvesturríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Að minnsta kosti 95 létust í Oregon en í norðvesturríkjunum og suðvesturríkjum Kanada er talið að mörg hundruð manns hafi látist af völdum hita.

Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið úr hita í norðvesturríkjunum þar sem veðurkerfið, sem þeim veldur, hefur fært sig í austur og er reiknað með allt að 38 stiga hita í Idaho og Montana.

Yfirvöld í Oregon vöruðu fólk við hitanum, dreifðu vatni til útsettra einstaklinga og komu upp miðstöðvum sem fólk gat leitað í til að kæla sig. „Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir loftslagsbreytingarnar hér í ríkinu í nokkur ár. Það var auðvitað fordæmalaust að fá þrjá daga með methita og það var hræðilegt að rúmlega 90 manns hafi látið lífið. Við verðum að halda áfram að undirbúa okkur. Meðal annars með því að vinna með heilbrigðisstarfsfólki sem annast viðkvæma íbúa til að tryggja að þeir skilji að þeir geti fengið hjálp,“ sagði hún á sunnudaginn.

Vísindamenn telja hitabylgjuna vera beina afleiðingum af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump