fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Florida-maður“ fyrstur allra í grjótið vegna árásar á þingið – Dómurinn sagður fordæmisgefandi – Hundruð gætu hlotið sömu örlög

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 07:00

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florida hefur löngum þótt litríkur staður á jarðkringlunni. Hafa margir gert það að leik sínum undanfarin ár að skrifa „Florida-man“ og svo afmælisdaginn sinn í leitarvél Google og skemmta sér svo konunglega yfir litríkum sögum af afbrotamönnum í Florida sem Google leiðir mann án undantekninga að.

Í gær varð „Florida-maðurinn“ Paul Allard Hodgkins fyrstur allra til þess að hljóta dóm vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar síðastliðins. Reyndu þar stuðningsmenn Donalds Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta að koma í veg fyrir að efri og neðri deildir Bandaríkjaþings staðfestu atkvæðagreiðslu kjörmannanna í ríkjunum 50 með því að ryðjast inn í þinghúsið. Tókst þeim að slíta þingfundinum og seinka formlegri atkvæðagreiðslu um staðfestingu á tapi Trumps um nokkrar klukkustundir.

Trump hafði fyrr um daginn blásið til stuðningsmannafundar á lóð Hvíta hússins í Washingtonborg, þaðan sem aðeins örfáir kílómetrar eru í þinghúsið. Raunar standa húsin við sömu götuna, Pennsylvania Avenue. Trump hefur síðan verið gagnrýndur fyrir að hafa á þeim fundi æst múginn upp í árásina á þinghúsið.

Hinn 38 ára gamli Hodgkins var ákærður af alríkis saksóknurum fyrir að hafa truflað störf öldungadeildar Bandaríkjaþings og kröfðust saksóknararnir 18 mánaða fangelsisdóms, yrði hann fundinn sekur. Niðurstaðan var hins vegar átta mánuðir á bak við lás og slá. Hogdkins játaði sök í málinu í von um vægari dóm, en lögmenn hans kröfðust skilorðsbundins fangelsisdóms. Þar sem málið varðar alríkislög mun hann afplána í alríkisfangelsi, þó það liggi ekki fyrir að svo stöddu nákvæmlega hvar.

Dómurinn er talinn geta haft mikið fordæmisgildi, en búist er við að hundruð hljóti sömu örlög og Hodgkins á næstu vikum og mánuðum. Hundruð hafa þegar verið handtekin vegna árásarinnar og FBI hefur auglýst eftir upplýsingum sem geta leitt til handtöku annarra sem tóku þátt í árásinni. Saksóknarar hafa þá jafnframt gefið það út að þeir munu sækja öll málin eins langt og hægt er og slegið nokkurs konar samninga út af borðinu.

Lögmenn Hodgkins báðu dómarann um að líta til þess að enn væri ósannað að hann hefði beitt nokkurn ofbeldi, eða tekið þátt í að skemma eigur þingsins. Dómarinn var ekki á þeim buxunum, en í dómi sínum segir að Hodgkins hefði þvert á móti stigið upp í rútu í Florida með hanska, reipi, öryggisgleraugu og önnur verkfæri í bakpoka. Þótti því sannað að hann hefði komið til Washingtonborgar gagngert til þess að beita ofbeldi og ráðast á alríkisbyggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?