fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
Pressan

Valdatíð Netanyahu á enda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 05:59

12 ára valdatíð Benjamin Netanyahu virðist á enda. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yair Lapid, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, tilkynnti Reuven Rivlin, forseta, í gærkvöldi að hann hafi tryggt sér stuðning meirihluta þingmanna á ísraelska þinginu, Knesset, til að mynda nýja ríkisstjórn. Þar með er endi bundinn á 12 ára setu Benjamin Netanyahu í stól forsætisráðherra.

Lapid er formaður miðjuflokksins Yesh Atid. Hann myndar ríkisstjórn með Yamina, sem er hægriflokkur. Leiðtogi Yamina er Naftali Bennet. Samkvæmt samkomulagi flokkanna mun Bennet gegna embætti forsætisráðherra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins en Lapid þau tvö síðari.

Fréttir höfðu áður borist um að Lapid hefði tekist að fá Bennet til samstarfs með því bjóða honum að deila embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu.

Ljóst var að ríkisstjórnarmyndunin tækist skömmu fyrir miðnætti þegar Mansour Abbas, leiðtogi arabísk-ísraleska flokksins Raam tilkynnti að hann myndi styðja ríkisstjórnina.

Ef þingið samþykkir ríkisstjórnina þá verður Raam fyrsti arabíski flokkurinn sem á aðild að ríkisstjórn í Ísrael.

The Times of Israel segir að ekki sé þó alveg öruggt að ríkisstjórnin verði samþykkt af meirihluta þingmanna því í Yamina flokknum er Nir Orbach sem hefur hótað að greiða atkvæði gegn stjórninni en það myndi hafa í för með sér að hún nýtur ekki meirihlutastuðnings. 120 þingmenn sitja í Knesset. 61 úr verðandi stjórnarflokkum og 59 úr stjórnarandstöðuflokkunum. Það þarf því ekki nema einn þingmaður að svíkja lit hjá stjórnarflokkunum verðandi og þá er meirihluti þeirra fallinn.

Nýja ríkisstjórnin er samsteypustjórn ólíkra flokka á vinstri og hægri vængnum og miðjunni. Þeir eiga það sameiginlegt að vilja koma Netanyahu frá völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Himnahöll Kínverja verður tilbúin til notkunar á næsta ári

Himnahöll Kínverja verður tilbúin til notkunar á næsta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsbræður ákærðir fyrir morð – Þetta varð til þess að lögreglan gómaði þá

Táningsbræður ákærðir fyrir morð – Þetta varð til þess að lögreglan gómaði þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu
Pressan
Fyrir 5 dögum

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac