fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Pressan

Hryllingssögur úr sumarfríinu – „Börnin þín geta lært hvernig þau búa til fjölskyldu.“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 06:00

Myndin tengist efninu ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust átt góðar stundir í sumarfríum og jafnvel enn aðrar mun síðri. Eitt og annað getur komið upp á þegar fólk leggur land undir fót, misskemmtilegt og alvarlegt en þó kannski oftast eftirminnilegt.

Norska ríkisútvarpið birti nýlega frásagnir nokkurra Norðmanna af eftirminnilegasta sumarfríinu þeirra og ætlum við að grípa niður í nokkrar af þessum sögum hér.

Spánarferðin

Á síðasta áratug fór ungt par til Spánar ásamt foreldrum hennar og systkinum. Ekki leið á löngu þar til kærastinn fór að hverfa löngum stundum. Þegar hann spurður út í þetta sagðist hann bara hafa farið í smá göngutúr. En kvöld eitt skilaði hann sér ekki upp á hótelherbergi í margar klukkustundir. Unnustan gat ekki sofið fyrir áhyggjum og fór því út á svalir til að kíkja eftir honum og viti menn! Hún sá hann niðri við sundlaugina. En það sást einnig að hann hafði eignast unnusta. „Þú getur verið viss um að við erum ekki lengur par,“ sagði konan. Unnustinn fyrrverandi býr enn með manninum sem hann kynntist í Spánarferðinni.

Danshúsið

2018 fór 14 manna stórfjölskylda í frí til Barcelona. Ein frænkan hafði tekið að sér að útvega gistingu og hafði hún pantað hús í gegnum Airbnb en óhætt er að segja að það hafi ekki staðið alveg undir væntingum. Þegar fjölskyldan kom að húsinu sá hún að mosagræn sundlaug var í garðinum og virtist hún ekki hafa verið notuð síðan á níunda áratug síðustu aldar. Og glæsihýsið sjálft reyndist nú ekki vera neitt glæsihýsi. Nær engin húsgögn voru í því nema tveir klappstólar, nokkrar dýnur á gólfi eins svefnherbergisins og sófi í einu herbergi.

Fjölskyldunni var að vonum brugðið og reyndi að útskýra fyrir leigusalanum að þetta gengi nú ekki. Leigusalinn, sem var kona, skildi ekki áhyggjur fólksins af húsgagnaskortinum og sagði bara: „Þið getið dansað mikið hér! Fínt gólfpláss.“

Amsterdam

Foreldrar fóru með tvær dætur sína, 19 og 25 ára, í frí til Amsterdam. Enn er það annarri dótturinni hulin ráðgáta af hverju þau völdu Amsterdam því foreldrarnir eru mjög íhaldssamir en líklega höfðu þau ekki hugmynd um það syndabæli sem Amsterdam getur verið. Þegar þau gengu um Rauða hverfið var sífellt reynt að lokka þau inn á vændishús. „Ókeypis aðgangur! Ókeypis aðgangur!“ var hrópað til þeirra. „Nei takk, við erum í fjölskylduferð!“ svaraði fjölskyldufaðirinn. En svarið sem þau fengu var: „Þetta er fjölskyldusýning. Börnin þín geta lært hvernig þau búa til fjölskyldu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kórónuveirusmitum fer fækkandi í Bretlandi en dauðsföllum fjölgar

Kórónuveirusmitum fer fækkandi í Bretlandi en dauðsföllum fjölgar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku
PressanSport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðherra segist ekki hafa efni á því að búa í höfuðborginni

Ráðherra segist ekki hafa efni á því að búa í höfuðborginni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti hnetusmjör á kynfæri sín og lét hundinn sleikja það

Setti hnetusmjör á kynfæri sín og lét hundinn sleikja það