fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
Pressan

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 23:00

Andrew Brown Jr. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Andrew Brown jarðsettur í Elizabet City í Norður-Karólínu. Brown, sem var svartur, var skotinn til bana af lögreglunni þann 21. apríl. Hann var skotinn nokkrum skotum og varð skot, sem hæfði hann í hnakkann, honum að bana. Fjölskylda hans, vinir og baráttufólk fyrir mannréttindum var viðstatt útförina. Meðal þeirra sem töluðu við útförina var Al Sharpton, prestur og baráttumaður fyrir mannréttindum.

Sharpton var harðorður í ávarpi sínu og sagði að það verði að gera út af við þá mismunun sem viðgangist í réttarvörslukerfinu.

Drápið á Brown hefur vakið mikla reiði og til mótmæla hefur komið. Það hefur ekki slegið á reiði fólks að yfirvöld hafa ekki viljað opinbera upptökur úr myndavélum lögreglunnar af því sem gerðist þegar Brown var skotinn til bana. Þetta hefur alið á reiði og vantrausti í garð lögreglunnar og yfirvalda.

„Ég þekki svik þegar ég sé þau. Birtið allar upptökur og leyfið fólki að sjá hvað kom fyrir Andrew Brown,“ sagði Sharpton og bætti við að ef Brown hefði gert eitthvað af sér hefði átt að draga hann fyrir dóm en enginn hefði leyfi til að neyða hann til að mæta í eigin útför.

Lögmenn kynna niðurstöður krufningar á líki Brown. Mynd:Getty

Dómari í Norður-Karólínu hafnaði í síðustu viku kröfu um að lögreglunni verði gert að birta upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi þegar Brown var skotinn. Í rökstuðningi sínum sagði hann að það gæti spillt rannsókn málsins ef upptökurnar verða opinberaðar. Dómarinn, Jeff Foster, sagði að upptökurnar verði fyrst birtar eftir 30 til 45 daga til að lögreglan og saksóknarar hafi tækifæri til að ljúka rannsókn sinni.

Lögmenn fjölskyldu Brown hafa sagt að brot úr upptöku, sem þeir fengu að sjá, sýni að Brown hafi verið „tekinn af lífi“ af lögreglumönnum. Fjölskylda Brown segir að lögreglumenn hafi skotið á Brown þegar hann ók á brott frá þeim. Andrew Womble, lögfræðingur hjá lögreglunni, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins miðað á bíl Brown en ekki hann sjálfan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín
Pressan
Í gær

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pfizer reiknar með að selja bóluefni fyrir 26 milljarða á árinu

Pfizer reiknar með að selja bóluefni fyrir 26 milljarða á árinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af stjórnlausri kínverskri eldflaug – Getur valdið miklu tjóni þegar hún hrapar til jarðar

Hafa áhyggjur af stjórnlausri kínverskri eldflaug – Getur valdið miklu tjóni þegar hún hrapar til jarðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana

Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ár frá hvarfi Madeleine McCann – Þetta eru ástæðurnar fyrir að grunur beindist að foreldrum hennar

14 ár frá hvarfi Madeleine McCann – Þetta eru ástæðurnar fyrir að grunur beindist að foreldrum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikið mannfall meðal Talibana

Mikið mannfall meðal Talibana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt

Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt