fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Pressan

Eftirlýst – Skilaði ekki VHS-spólu 1999

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 21:00

Muna ekki allir eftir VHS spólunum? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1999 leigði Caron McBride, sem býr í Bandaríkjunum, VHS-spóluna „Sabrina the Teenage Witch“ og gleymdi síðan að skila henni. Þetta kom henni í koll 22 árum síðar.

Hún var eftirlýst vegna málsins, sökuð um fjárdrátt, og gat ekki breytt nafninu á ökuskírteini sínu vegna þessa.

Local21 skýrir frá þessu. Fram kemur að hún hafi gifst manni frá Texas og hafi flutt þangað frá Oklahoma. Hún ætlaði að breyta eftirnafninu á ökuskírteini sínu þegar hún tók eftirnafnið hans upp. Vegna heimsfaraldursins varð hún að panta tíma til að geta gert það og sendi hún því tölvupóst og ætlaði að panta tíma. Hún fékk fljótlega svar þar sem kom fram að hún gæti ekki breytt nafninu vegna „vanda í Oklahoma“. Með fylgdi símanúmer sem hún gat hringt í en það var hjá saksóknara í Cleveland County sem var með mál hennar á sinni könnu. Hún hringdi og ræddi við konu þar og fékk útskýringu á málavöxtum.

„Hún sagði mér að þetta snerist um VHS-spóluna og ég neyddist til að biðja hana um að endurtaka þetta því mér fannst þetta klikkað. Hún hlaut að vera að gera at í mér? En það var hún ekki að gera,“ sagði McBride.

Það sem gerir málið enn verra í hennar augum er að það var ekki einu sinni hún sem leigði myndina og hún hefur ekki séð hana. „Ég bjó með ungum manni á þessum tíma fyrir rúmlega 20 árum. Hann átti tvö börn. Dætur, 8 og 10 eða 11 ára, og ég held að hann hafi leigt myndina fyrir þær og gleymt að skila henni. Ég hef aldrei séð þessa þætti, þeir eru ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði hún og bætti við: „En ég er eftirlýstur glæpamaður vegna þessa.“

Fréttamaður Local21 setti sig í samband við saksóknarann sem var með málið til meðferðar. Hann sagðist hafa ákveðið að fella málið niður eftir að hafa farið yfir það. Caron McBride er því ekki lengur eftirlýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús