fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Pressan

Stakk forstjórinn af með rafmynt viðskiptavinanna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 22:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lokaði stærsti rafmyntamarkaður Tyrklands skyndilega. Forstjóri fyrirtækisins er flúinn úr landi og eftir sitja um 400.000 viðskiptavinir sem óttast um peningana sína. Á sjöunda tug hafa verið handteknir vegna málsins og handtökuskipanir hafa verið gefnir út á annan tug til viðbótar.

Rafmyntamarkaðnum Thodex var skyndilega lokað í síðustu viku og viðskiptavinir hans geta ekki fengið peningana sína. Þeir óttast að forstjóri fyrirtækisins, Faruk Fatih Özer, hafi stungið af með peninga þeirra enda hann farinn úr landi.

Bloomberg segir að Özer sé í felum og svari engum skilaboðum.

Í síðasta mánuði var Thodex með umfangsmikla auglýsingaherferð til að lokka fleiri viðskiptavini til sín. Nýjum viðskiptavinum var heitið ókeypis Dogecoin fyrir að koma í viðskipti en fljótlega fóru nýju viðskiptavinirnir að skýra frá því að þeir hefðu ekki fengið eina einustu rafmynt.

Á heimasíðu Thodex eru skilaboð um að fólk eigi ekki að trúa þeirri neikvæðu umræðu sem er um markaðinn í fjölmiðlum. Einnig stendur þar að reiknað sé með að heimsþekktir bankar og fjárfestingarsjóðir muni fjárfesta í fyrirtækinu.

Anadolu Agency segir að saksóknarar í Istanbúl hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu og forstjóra þess.

Coindesk, sem fjallar um rafmyntir, segir að rafmyntir að verðmæti sem svarar til um 80 milljarða íslenskra króna hafi verið í vörslu fyrirtækisins þegar lokað var fyrir öll viðskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Í gær

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?