fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn segja að bóluefni eigi að geta haldið aftur af kórónuveirufaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 07:00

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni en ekki harðar sóttvarnaaðgerðir með tilheyrandi takmörkunum á samfélagsstarfsemi og á daglegt líf fólks ættu að geta haft stjórn á heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta segja vísindamenn sem voru að birta niðurstöður nýrrar rannsóknar um faraldurinn og bóluefnin.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að nú hafi 33 milljónir Breta fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og 11 milljónir hafi lokið bólusetningu. Niðurstöður breskra rannsókna sýna að einn skammtur af bóluefni frá Pfizer/BioNTech eða AstraZeneca fækkar kórónuveirusmitum um tvo þriðju hluta og COVID-19 veikindum um 74%. Hjá þeim sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech fækkaði smitum um 70% og COVID-19 veikindum fækkaði um 90%. Fram kemur að fólk, sem er með sjúkdómseinkenni, sé mun líklegra til að smita út frá sér.

Enn er verið að afla gagna um áhrif tveggja skammta af AstraZeneca á fólk en vísindamenn segja að það liggi nú þegar fyrir að bæði bóluefnin virki vel.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur ekki verið ritrýnd, benda að mati Sarah Walker, prófessors við Oxfordháskóla og aðalhöfundar rannsóknarinnar, til að bóluefnin hægi á útbreiðslu veirunnar. Hún sagðist vera „hæfilega bjartsýn“ á að bóluefni geti í framtíðinni stýrt faraldrinum. Hún sagði að stöðvun samfélagsstarfsemi sé ekki vænlegur kostur sem langtímaaðgerð og að bóluefni séu „augljóslega eina leiðin til að stjórna faraldrinum í framtíðinni“.

Hún sagði einnig að veiran væri ansi góð við að koma okkur á óvart og að sá möguleiki verði alltaf til staðar að eitthvað fari úrskeiðis á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar