fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Pressan

Tugir þúsunda breskra nemenda hafa skýrt frá kynferðislegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 18:30

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikið hneykslismál þróast nú leifturhratt í Bretlandi. Málið snýst um kynferðislegt ofbeldi í skólum landsins. Lögreglan, ráðuneyti og mörg samtök reikna með að í tengslum við málið verði gríðarlegur fjöldi kynferðisbrotamála kærður, sá mesti í sögunni.

Á nokkrum vikum hafa mörg þúsund manns, aðallega ungar konur, skrifað um upplifanir sína á vefsíðuna everyonesinvited.uk. Í færslunum er skýrt frá menningu þar sem kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi og í sumum tilfellum nauðganir hafa átt sér stað, í flestum málanna voru það aðrir nemendur sem voru gerendur. Margir af skólunum, sem koma við sögu, eru einkaskólar þar sem foreldrarnir greiða sem nemur um 5 milljónum íslenskra króna á ári fyrir námsvist barna sinna.

Umfang ofbeldisins er óþekkt en yfirvöld taka málið mjög alvarlega á grunni þeirra lýsinga sem nú þegar hafa birst á síðunni. Um er að ræða ofbeldi í grunn- og framhaldsskólum.

Lundúnalögreglan hefur nú þegar hafið rannsókna á skólum í borginni og ríkisstjórnin hefur sett teymi á laggirnar sem á að vinna hratt að því að kortleggja umfang þessara mála um allt land.

Umræðan um þetta hófst í kjölfar morðsins á Sarah Everard, 33 ára, sem var myrt nýlega þegar hún var gangandi á leið heim til sín.

Lögregla og ákæruvald ætla á næstu vikum að fara yfir þær færslur sem hafa birst á fyrrgreindri heimasíðu og sérstakri símalínu hefur verið komið upp sem fórnarlömb geta hringt í.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í samtali við The Telegraph að ef skólar geti ekki uppfyllt eðlilegar kröfur hvað varðar öryggi nemenda þá áskilji ríkisstjórnin sér rétt til að loka þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús