fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Pressan

Danir herða sóttvarnaaðgerðir – Skólum og skemmtistöðum lokað – Markmiðið er skýrt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 07:00

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til fréttamannafundar síðdegis í gær þar sem hún kynnti nýjar og hertar sóttvarnaaðgerðir í landinu. Ástæðan er að kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið síðustu daga og hafa yfirvöld miklar áhyggjur af hraðri útbreiðslu Ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Frederiksen sagði að markmiðið með nýju aðgerðunum sé skýrt.

Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar auk Danska þjóðarflokksins samþykktu í gær að grunnskólum landsins verði lokað frá og með næsta miðvikudegi þar til 5. janúar. Ástæðan er að flestir nemendur grunnskóla eru óbólusettir og vilja yfirvöld því draga úr samgangi þessa hóps sem hefur að töluverðum hluta borið smitin upp í landinu að undanförnu. Nú er boðið upp á bólusetningu fyrir börn niður í 5 ára aldur og eru foreldrar hvattir til að láta bólusetja þau sem fyrst.

Skemmtistöðum verður lokað frá og með föstudegi, veitingahús mega ekki hafa opið eftir klukkan 24 og öll sala áfengis í verslunum verður óheimil á milli klukkan 24 og 05.

Reglur um notkun andlitsgríma verða hertar og nú þarf að nota þær á veitingastöðum en áður hafði verið gerð krafa um notkun þeirra í verslunum, verslunarmiðstöðvum, heilbrigðisstofnunum og almenningssamgöngum.

Ekki má halda tónleika þar sem fleiri en 50 gestir eru standandi og það sama á við um aðra viðburði þar sem gestir eru standandi.

Þá verður reglum um gildistíma kórónupassans breytt í janúar og mun hann framvegis gilda í sjö mánuði frá því að bólusetningu lýkur en nú gildir hann í 12 mánuði.

Fólk er hvatt til að vinna heima ef þess er kostur og einnig er hvatt til þess að stórum samkomum á borð við jólahlaðborð verði aflýst.

Frederiksen sagði að markmiðið með aðgerðunum væri að koma í veg fyrir að grípa þurfi til enn umfangsmeiri sóttvarnaaðgerða sem hefðu miklu meiri áhrif á samfélagsstarfsemina. Í desember á síðasta ári var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða og var stór hluti af samfélagsstarfseminni lamaður, flestar verslanir voru lokaðar, fólk vann heima og félagsstarf lá niðri. Nú er markmiðið að koma í veg fyrir að grípa þurfi til svo harðra aðgerða á nýjan leik.

6.629 smit greindust í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. 461 COVID-19 sjúklingar liggja á sjúkrahúsum en i byrjun október voru þeir um 80. Staðan var þó verri í byrjun árs en þá lágu um 1.000 á sjúkrahúsum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stór loftsteinn á leið nálægt jörðinni – „Mögulega hættulegur“ segir NASA

Stór loftsteinn á leið nálægt jörðinni – „Mögulega hættulegur“ segir NASA
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna