fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Ætla að kortleggja gríðarlega stórt neðanjarðarnet sveppa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 14:00

Sveppir teygja sig víða neðanjarðar og eiga í samskiptum um langar vegalengdir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega stórt net sveppa neðanjarðar, „hringrásarkerfi jarðarinnar“ verður nú kortlagt í fyrsta sinn. Markmiðið er að reyna að vernda kerfið fyrir skemmdum og auka getu sveppanna til að draga kolefni í sig.

Sveppir nota kolefni til að búa til netverk í jarðveginum en þetta net tengist við rætur jurta og gegnir hlutverki einhverskonar „hraðbrauta“ þar sem skipt er á kolefni úr rótum plantna fyrir næringu. Til dæmis er vitað að sumir sveppir sjá plöntum sínum fyrir 80% af því fosfór sem þær þarfnast.

Net sveppa neðanjarðar geta teygt sig marga kílómetra en við mannfólkið tökum sjaldan eftir þeim. Talið er að á jörðinni allri nái þessi net sveppanna yfir billjarða kílómetra. Þessir sveppir eru mjög mikilvægir fyrir lífríki jarðvegsins og frjósemi hans en lítið er vitað um þá. The Guardian skýrir frá þessu.

Talið er að á mörgum stöðum eigi sveppir undir högg að sækja vegna meiri landbúnaðar, þéttingar byggðar, mengunar, vatnsskorts og loftslagsbreytinga.

Í verkefninu verða 10.000 sýni tekin um allan heim á ákveðnum stöðum sem gervigreind var notuð til að finna en talið er að þetta séu staðir sem skipta miklu máli fyrir viðkomu sveppa.

Vísindamenn frá Bretlandi, Hollandi, Kanada, Frakklandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi taka þátt í verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum