BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í kjölfar andlátanna hafi yfirvöld bannað fólki að borða skjaldbökur en kjöt þeirra er talið hið mesta lostæti á þessum slóðum.
Enn hefur ekki verið staðfest hvað varð fólkinu að bana en talið er að kjötið hafi verið eitrað vegna eitraðra þörunga sem skjaldbökur éta.
Að minnsta kosti fimm fjölskyldur borðuðu kjöt af sömu skjaldbökunni síðasta fimmtudag. Daginn eftir lést litla stúlkan og síðar um daginn tveir til viðbótar.
38 voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa borðað kjötið en nú hafa allir nema þrír verið útskrifaðir.