fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Höfundar vinsællar samsæriskenningar játa – „Já, við höfum meðvitað dreift röngum upplýsingum síðustu fjögur ár“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 06:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur nýrri samsæriskenningu vaxið fiskur um hrygg í Bandaríkjunum og laðað að sér sífellt fleiri fylgjendur. Hreyfingin hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum, mörg hundruð þúsund manns fylgja henni á samfélagsmiðlum og hún hefur staðið á bak við stórar auglýsingaherferðir. Óhætt er að segja að þessi samsæriskenning sé ein sú klikkaðasta sem hefur komið fram á síðustu árum og er þó af nógu að taka.

Kenningin gengur undir nafninu „Birds Arent‘t Real“ (Fuglar eru ekki raunverulegir). Nafnið eitt og sér hljómar undarlega og þegar kafað er betur ofan í kenninguna dregur ekki úr undarlegheitunum.

Samkvæmt kenningunni þá drápu bandarísk yfirvöld alla fugla heimsins á árunum 1959 til 2001 og skiptu þeim út fyrir eftirlitsdróna í fuglslíkjum og eru þeir notaðir til að fylgjast með okkur í dag. Útgangspunkturinn er sem sagt að þeir fuglar sem við sjáum í dag séu ekkert annað en lítil vélmenni sem njósna um okkur.

En þessi samsæriskenning sker sig úr frá öðrum samsæriskenningum því fólkið á bak við hana og flestir fylgjendur hennar vita að fuglar eru í raun og veru til og að kenningin er ekkert annað en hreinn skáldskapur. Þetta játaði maðurinn á bak við kenninguna, hinn 23 ára Peter McIndoe, í samtali við New York Times. „Já, við höfum meðvitað dreift röngum upplýsingum síðustu fjögur ár en það þjónaði ákveðnum tilgangi. Þetta snerist um að halda spegli upp fyrir Bandaríkin á tímum Internetsins,“ sagði hann.

„Ef einhver trúir að fuglar séu ekki raunverulegir þá erum við minnsta áhyggjuefni þeirra því þá er líklega ekki til nein sú samsæriskenning sem þeir munu ekki trúa,“ sagði Connor Gaydons, meðstofnandi hreyfingarinnar.

Tilviljun

Hugmyndin að samsæriskenningunni varð til í janúar 2017 þegar McIndoe var viðstaddur mótmæli stuðningsfólks Donald Trump. Hann tók þá mótmælaspjald með sér og skrifaði á það“ „Birds Aren‘t Real“. Hann gekk síðan um með skiltið og bjó til samsæriskenningu. Hann sagðist vera í hreyfingu sem hefði síðan á áttunda áratugnum reynt að vekja athygli fólks á sannleikanum um fugla. Hann vissi ekki að myndir voru teknar af honum og myndband sem var síðan deilt á samfélagsmiðlum. Þar fór það á mikið flug.

Svona eru fuglar í dag uppbyggðir miðað við samsæriskenninguna.

Í samvinnu við félaga sinn skrifaði hann síðan upplogna sögu þar sem kenningar voru settar fram og fölsuð skjöl birt sem og „sannanir“. Leikarar voru ráðnir til að leika í myndböndum, meðal annars til að þykjast vera fyrrum starfsmenn leyniþjónustunnar CIA þar sem þeir játuðu að hafa tekið þátt í verkefninu um fuglanjósnir.

„Þetta var í hreinskilni sagt tilraun hvað varðar rangar upplýsingar. Við náðum að búa til algjörlega skáldaðan heim sem margir fjölmiðlar fjölluðu um eins og hann væri raunverulegur og fólk trúði á þetta,“ sagði McIndoe.

Neitaði

En af því að kenningin var svo klikkuð hafa lengi verið vangaveltur um að allt væri þetta grín en því neitaði McIndoe alltaf, þar til nýlega. Í viðtali við Newsweek í mars staðhæfði hann að hreyfingin var engin grínhreyfing og í október sagði hann í samtali við New Statesman að þetta væri ekkert grín og hélt því að auki fram að Newsweek væri hluti af samsærinu.

Í samtali við New York Times sagði hann að nú hafi þeir lagt spilin á borðið því þeir hafi alla tíð verið meðvitaðir um að ekki mætti ganga of langt. Þetta hafi átt að vera hæfilega klikkað og að þeir hafi gætt þess að segja ekki neitt sem hafi gert kenninguna raunverulegri. Þeir hafi viljað koma í veg fyrir að fólk færi í alvöru að trúa kenningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni