fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Á að skola leirtauið áður en það er sett í uppþvottavélina?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. desember 2021 13:00

Leirtauið má alveg fara skítugt í uppþvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á að skola leirtauið áður en það er sett í uppþvottavélina? Það eru skiptar skoðanir um þetta á mörgum heimilum en svarið er einfalt og framvegis getur fólk bara vísað í þessa hér grein ef deilur spretta upp um þetta!

Uppþvottavélar eru með skolforrit svo það er bara tvíverknaður að skola leirtauið áður en það er sett í vélina því vélin gerir það hvort sem er.

Fyrir 30 árum voru uppþvottavélar ekki eins fullkomnar og í dag og þá skolaði fólk leirtauið áður en það var sett í en í dag þarf þess ekki. En það getur verið erfitt að breyta út af vananum en það er bara að taka sér tak og hætta að skola leirtauið.

Vélarnar skola það, þvo það og þurrka. Sumar eru meira segja með tækni sem gerir þeim kleift að meta hversu skítugt leirtauið er. Ef það er mjög skítugt þá þvær vélin það bara sérstaklega vel. Ef þú skolar leirtauið áður en það fer í vélina þá platarðu þennan skynjara til að halda að það sé ekki sérstaklega skítugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru