fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Ótrúlegur fjöldi „stjarna“ eru í raun gervihnettir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. desember 2021 19:00

Teikning af gervihnöttum Starlink. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur horft til himins nýlega eru töluverðar líkur á að þú hafi séð eitthvað skrýtið á himninum. Röð skínandi hluta sem fara yfir himininn í beinni línu. En þetta eru ekki stjörnur, þetta eru Starlink gervihnettir.

Samantha Lawler, stjörnufræðingur við University of Regina, sagði í grein í The Conversation nýlega að ekki sé langt í að 1 af hverjum 15 hlutum, sem við sjáum á himni, verði gervihnettir en ekki stjörnur.  Hún segir að fyrirtæki á borð við Starlink, sem er í eigu Elon Musk, muni hafa mikil áhrif á geimrannsóknir.

„Það verður hörmulegt að rannsaka stjörnurnar og mun gjörbreyta næturhimninum um allan heim,“ skrifaði hún.

Hún er aðalhöfundur rannsóknar, sem verður birt í The Astronomical Journal, þar sem sýnt verður fram á slæm áhrif allra þessara gervihnatta á geimrannsóknir.

Lawler viðurkennir að fyrirtæki á borð við SpaceX auðveldi fólki um allan heim að öðlast Internetaðgang, fólki sem myndi annars ekki hafa netaðgang. Samt sem áður sé nauðsynlegt að takmörk verði sett á fjölda sýnilegra gervihnatta á braut um jörðina. Annars muni „sýn okkar til stjarnanna fljótlega breytast að eilífu“ og bætti við: „Við getum ekki sætt okkur við að missa aðgengi okkar að næturhimninum sem við höfum getað horft á og tengst svo lengi sem mannkynið hefur verið til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið