fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Pressan

Eiginkona glæpaforingja dæmd í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 23:00

Emma Coronel Aispur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska glæpaforingjans Joaquin „El Chapo“ Guzman var í gær dæmd í þriggja ára fangelsi af alríkisdómstól í Washington í Bandaríkjunum. Hún hafði áður játað að hafa aðstoðað hinn alræmda Sinaloaeiturlyfjahring.

Hún bað dóminn um að sýna sér vægð, meðal annars vegna þess að hún hafi gifst El Chapo þegar hún var enn á unglingsaldri og vegna þess að hún hafi fæðst inn í eiturlyfjahring.

Hún var fundin sek um fíkniefnaviðskipti og peningaþvætti.

Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir 32 árum. Hún tók þátt í mörgum fegurðarsamkeppnum þegar hún var ung og kynntist El Chapo þegar hún var aðeins 17 ára. Hún giftist honum á 18 ára afmælisdeginum sínum en þá var hann fimmtugur.

Saksóknari tók tillit til aldurs hennar í tengslum við málið og viðurkenndi að hlutverk hennar og áhrif innan eiturlyfjagengisins hafi verið mjög takmörkuð. Hún hafi aðallega veitt eiginmanni sínum stuðning.

Saksóknari krafðist því fjögurra ára fangelsis yfir henni og niðurstaðan var þriggja ára fangelsi.

Verjandi hennar lagði mikla áherslu á ungan aldur hennar þegar hún kynntist El Chapo og að hún væri í mikilli hættu vegna samstarfs hennar við bandarísk yfirvöld. „Ég er ekki viss um að hún geti nokkru sinni snúið aftur heim,“ sagði verjandinn, Jeffrey Licthman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru helstu einkenni Ómíkron hjá bólusettu fólki

Þetta eru helstu einkenni Ómíkron hjá bólusettu fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar

Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar