fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Deilur um andlitsgrímu enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 20:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur um notkun andlitsgrímu virðast hafa endað með skelfingu í gær þegar maður dró skammbyssu upp og skaut tvennt til bana á götu úti í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Sergej Sobjanin, borgarstjóri, skýrði frá þessu. Hann sagði málið vera mikinn „harmleik“.

Að auki særðust fjórir í skothríðinni, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Skotmaðurinn var handtekinn en hann er 45 ára Moskvubúi. Hann mun sæta geðrannsókn að sögn borgarstjórans.

Skotárásin átti sér stað við opinbera skrifstofu en maðurinn neitaði að setja upp andlitsgrímu en hann var ítrekað beðinn um að gera það. Að lokum dró hann upp byssu og hóf skothríð.

Þetta er ekki fyrsta ofbeldisverkið í Rússlandi vegna deilna eða ósættis við sóttvarnaaðgerðir. Til dæmis var farþegi í strætisvagni stunginn þegar hann bað annan farþega um setja upp andlitsgrímu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið