fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Er þetta ein heimskulegasta tilraun sögunnar til að ráða leigumorðingja til starfa?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 07:00

Wendy Lynn Wein. Mynd:Monroe County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára fangelsi gæti beðið Wendy Lynn Wein, 52 ára bandarískrar konu, eftir vægast sagt heimskulega tilraun hennar til að ráða leigumorðingja til starfa. Hann átti að myrða fyrrum eiginmann hennar.

Samkvæmt frétt Fox 2 Detroit þá býr í Wein i Michigan. Hún vildi gjarnan fá leigumorðingja til að ráða fyrrum eiginmann sinn af dögum og fór því inn á heimasíðuna rentahitman.com (sem má þýða sem leigðu leigumorðingja).

Ein vefslóðin er eiginlega of augljós til að geta verið ávísun á vefsíðu þar sem leigumorðingjar bjóða fram þjónustu sína. Þetta var einfaldlega „falssíða“.

Wein hafði þó vit á að nota ekki sitt rétta nafn á síðunni þegar hún pantaði morðið en henni varð það á að gefa réttar upplýsingar um hvernig væri hægt að komast í samband við hana.

Eigandi vefsíðunnar sendi upplýsingarnar áfram til lögreglunnar í Michigan. Lögreglan kom á fundi með Wein á kaffihúsi. Þar sagði hún óeinkennisklæddum lögreglumanni að hún vildi láta drepa fyrrum eiginmann sinn og að hún væri reiðubúin til að greiða 5.000 dollara fyrir verkið. Hún hitti lögreglumanninn aftur síðar um daginn og greiddi honum þá 200 dollara í fyrirframgreiðslu fyrir morðið.

Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp yfir henni þann 13. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða