fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Banna bólusettum börnum að koma í skólann – Óttast að þau „smiti“ óbólusetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 05:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaskólinn Centner Academy í Miami í Flórída hefur tilkynnt foreldrum nemenda að ef börn þeirra fari í bólusetningu gegn kórónuveirunni megi þau ekki mæta í skólann í 30 daga eftir bólusetninguna. Stjórnendur skólans óttast að bólusettir nemendur „smiti“ ögnum frá sér, ögnum úr bóluefninu sem þeir telja geta verið skaðlegar fyrir heilsu fólks.

WSVN og The Washington Post skýra frá þessu. WSVN segir að skólastjórnendur hafi sent foreldrum tölvupóst um þetta í síðustu viku. The Washington Post segir að auk þess að segja foreldrunum að halda börnunum heima í 30 daga eftir bólusetningu innihaldi tölvupósturinn rangar upplýsingar um bóluefni gegn kórónuveirunni. Meðal annars að bólusett fólk geti „smitað“ aðra af innihaldi bóluefnisins með því að senda frá sér öragnir. Þetta er eitthvað sem bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, hefur staðfest að sé ekki rétt því innihald bóluefnisins geti ekki borist í annað fólk, hvorki með lofti né við snertingu.

David Centner, einn af stofnendum skólans, sagði The Washington Post að þessar nýju reglur væru „varúðarráðstöfun“ sem byggist á „fjölda atvikssagna sem hafi gengið“. „Skólinn tjáir sig ekki um hvort einhver grunnur sé fyrir óútskýranlegum fyrirbrigðum en við kjósum heldur að gera mistök með því að fara varlega þegar við tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á heilbrigði skólasamfélagsins,“ sagði hann.

Skólinn komst einnig í fréttirnar í apríl þegar stjórnendur hans vöruðu kennara við að láta bólusetja sig. „Við getum ekki leyft nýbólusettu fólki að vera nærri nemendum okkar þar til við fáum fleiri upplýsingar,“ skrifaði Leila Centner, eiginkona fyrrnefnds David Centner og meðstofnandi skólans, í tölvupóstinum að sögn The New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik