Sá fáheyrði og ógeðfelldi atburður átti sér stað í Bretlandi að flugvél losaði sig við uppsafnaðan úrgang farþega á meðan hún var á lofti. Vegna þessa lenti óheppinn íbúi í því að garður hans varð útataður í mannaúrgang, sem líklega er martröð í hugum margra. Það sem verra var, þá var maðurinn sjálfur úti í garð sínum þennan dag í júlí að njóta sumarsins.
Maðurinn kemur frá Windsor á Bretlandi og eftir þennan óskemmtilega atburð setti hann sig í samband við bæjarstjórn til að kvarta yfir uppákomunni.
Bæjarfulltrúinn Karen Davies lýsir aðstæðum svo að „allur garðurinn“ hafi verið þakinn úrgangi.
„Ég veit að það gerist nokkrum sinnum á ári hverju að frosinn úrgangur er losaður úr flugvélum. En þetta var ekki frosið og allur garðurinn hans var útataður á verulega ógeðfelldan máta.
Maðurinn var úti í garðinum þegar þetta gerðist, svo þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla. Vonandi gerist þetta aldrei aftur fyrir íbúana hér.“
Vanalega er úrgangur geymdur í sérstökum geymum í flugvélum sem er losað úr þegar flugvél hefur lent. En ekki þennan dag í júli.
Einn bæjarfulltrúi telur líklegt að góða veðrið þennan dag hafi gert það að verkum að úrgangurinn var meira fljótandi heldur en venjulega í þessum tilvikum. Líklega séu líkurnar um einn á móti milljarði að verða fyrir mannaskít sem losaður er úr flugvél.
Einn íbúi í nágrenninu hefur bent á að vatnsveitur eru sektaðar um fleiri milljónir ef þær losa úrgang í vatnakerfi. „Þegar flugvél losar þetta ofan á höfðið á fólki þá finnst mér það töluvert verra, ef ég er hreinskilinn.“