fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Breskir hermenn bera ábyrgð á dauða 289 Afgana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 12:30

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2006 til 2013 urðu breskir hermenn að minnsta kosti 89 börnum og 200 fullorðnum Afgönum að bana í stríðinu í Afganistan. Allt voru þetta almennir borgarar. Að meðaltali greiddu Bretar 2.380 pund í bætur fyrir hvert þessara mannslífa en það svarar til um 420.000 íslenskra króna.

Tölurnar eru fengnar úr opinberum miskabótaskrám varnarmálaráðuneytisins sem samtökin Action on Armed Violence (AOAV) fengu aðgang að. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að eitt alvarlegasta tilfellið, sem fjallað er um í skránum, snúist um afganska fjölskyldu sem fékk sem svarar til um 800.000 íslenskra króna í bætur eftir að fjögur börn úr henni voru fyrir mistök skotin til bana 2009 af breskum hermönnum.

Í sumum tilfellum greiddi varnarmálaráðuneytið aðeins sem svarar til nokkurra tuga þúsunda íslenskra króna í bætur. Til dæmis fékk ein fjölskylda sem svarar til um 100.000 íslenskra króna eftir að 10 ára piltur lést í desember 2009.

AOAV fór fram á aðgang að skránum og fór yfir þær í kjölfar brotthvarfs vestrænna herliða frá Afganistan í ágúst. The Guardian hefur eftir Murray Jones, sem stýrði yfirferðinni á gögnunum, að erfitt hafi verið að kortleggja kringumstæðurnar í öllum málunum því atvikalýsingin hafi oft á tíðum verið mjög stutt. „Það er ekki gaman að lesa þessi skjöl. Þetta ljóta orðalag í þeim þýðir að mörg hundruð hörmuleg dauðsföll, þar á meðal margra barna, eru ekki annað en einföld upptalning,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?