fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Pressan

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 19:15

Vél frá British Airways

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar breska flugfélagsins British Airways verða nú að venja sig við breytt ávarp frá áhöfnum flugvéla félagsins. Nú má ekki lengur segja „ladies and gentlemen“ (dömur mínar og herrar) eins og gert hefur verið áratugum saman.

The Telegraph segir að nú eigi áhafnirnar að nota hlutlausari ávörp en þetta er gert til að fylgja tíðarandanum hvað varðar félagsleg viðmið. Áður hafa flugfélög á borð við Lufthansa, EasyJet og AirCanada tekið upp þessa sömu reglu.

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Air Malta að flugmenn félagsins muni framvegis notast við ávörp á borð við: „Takið eftir allir farþegar“ í stað kynjaðra ávarpsforma.

Martin Sorrell, sérfræðingur á flugmarkaði, gaf lítið fyrir þessar breytingar í samtali við The Telegraph og sagði að ávörpin skipti farþega nær engu máli. Það sem skipti þá máli sé maturinn, netsambandið, þjónustan og hversu hratt þeir komast inn í flugvélarnar og frá borði aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu
Pressan
Fyrir 5 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda