fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. október 2021 17:00

Merki CIA á derhúfu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Léleg dómgreind, uppljóstrarar sem eru drepnir, lélegt tengslanet njósnara, uppljóstrarar handteknir og uppræting njósnaneta. Um þetta er fjallað í leynilegum skjölum frá bandarísku leyniþjónustunni CIA sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Í skjölunum varar CIA við því að stofnunin missi alltof marga uppljóstrara í útlöndum.

Skjölin voru send til aðgerðastöðva CIA en í þeim eru sett fram varnaðarorð um að CIA missi alltof marga uppljóstrara um allan heim vegna þess að þeir séu handteknir, drepnir eða snúist á sveif með óvininum og byrja að vinna fyrir hann.

New York Times skýrir frá þessu. Þessi afhjúpun hefur orðið til þess að fyrrum starfsmenn CIA hafa varað við ástandinu og segja að stofnunin glími við sögulegan vanda þar sem óvinir á borð við Rússland, Kína og Íran séu að taka forystuna frá CIA í þeirri mikilvægu baráttu að afla upplýsinga um óvinina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upplýsingar koma fram um að CIA missi uppljóstrara en þetta er í fyrsta sinn sem almenningur fær vitneskju um hversu mikið umfangið er og að það sé mun meira en áður var talið.

Allt frá stofnun CIA árið 1947 hefur það verið verkefni stofnunarinnar að útvega ráðamönnum leynilegar upplýsingar um hvað er að gerast í heiminum. Uppljóstrarar eru bráðnauðsynlegir í þessum efnum því þeir afla upplýsinga og koma til starfsmanna CIA um allan heim.

Eitt þekktasta málið er frá 2009 þegar CIA reyndi að ráða jórdanskan lækni til starfa en hann sagðist hafa beinan aðgang að forystumönnum al-Kaída. En þegar liðsmenn CIA fóru til fundar við hann þann 30. desember í bandarísku Camp Chapman herstöðinni í Afganistan sprengdi hann sig í loft upp og tók sjö liðsmenn CIA með í dauðann. Þetta var mannskæðasta árásin á CIA í 25 ár. Síðar kom fram að læknirinn hafði starfað fyrir al-Kaída og hafði blekkt CIA upp úr skónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu