fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mál Madeleine McCann – „Við erum 100% sannfærð“ – Hinn grunaði með ákveðna skoðun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 05:59

Madeleine McCann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans Christian Wolter, sem stýrir rannsókn þýsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann og tengslum barnaníðingsins Christian Brueckner við það, sagði um helgina að lögreglan væri „sannfærð“ um að Christian B. hafi myrt Madeleine. En Christian B. er að sögn ekki sannfærður um þetta og er sagður telja að lögreglan hafi ekki „eina einustu sönnun“ til að byggja ákæru á.

Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að Wolter hafi sagt lögreglan vilji þó „styrkja stöðu sína“ áður en ákæra verður gefin út. „Lögreglan er „100% sannfærð“ um að breska stúlkan, sem hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz 2007, hafi verið myrt af Brueckner og vonast til að gefa út ákæru á hendur honum á næsta ári byggða á bestu fáanlegu gögnum,“ er haft eftir Wolter.

The Mirror hefur eftir honum að á meðan spurningum sé ósvarað sé rangt að ákæra hann og betra sé að bíða eftir svörum til að styrkja stöðu ákæruvaldsins.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

The Sun sagði á sunnudaginn að Christian B., sem afplánar dóm fyrir nauðgun og fíkniefnasmygl, telji að lögreglan hafi engin gögn sem tengja hann við málið og að hún sé að blekkja. Hann hefur neitað að ræða við lögregluna. „B og lögmenn hans eru sannfærðir um að Wolters og samstarfsfólk hans hafi ekki nein sönnunargögn sem geta sýnt fram á sekt hans eða duga til ákæru,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni.

„Afstaða þeirra hefur alltaf verið alveg skýr: Ef þið eruð með sannanir, sýnið þær. En það hefur lögreglan ekki gert. Þess vegna eru þeir sannfærðir um að ummælin séu blekking sem á að brjóta B niður og fá hann til að játa morðið fyrir einhverjum. Það mun ekki gerast. B telur að Wolters sé ekkert annað en frægðarlögga sem vill komast í fréttirnar,“ sagði heimildarmaðurinn einnig að sögn The Sun.

Wolters beindi orðum sínum til foreldra Madeleine og sagði: „Við erum sannfærð um að við séum með manninn sem tók dóttur ykkar og drap. Ég get aðeins beðið ykkur um að sýna þolinmæði. Persónulega held ég að við fáum niðurstöðu í málið á næsta ári. Við erum ekki með lík eða lífsýni en við erum með önnur sönnunargögn. Ég get ekki sagt ykkur af hverju við teljum hana látna en í okkar huga er það eini möguleikinn. Það er engin von um að hún sé á lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?