fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kreisti bólu fyrir neðan vörina – Varð honum næstum að bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 21:30

Þetta getur verið varasamt. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust upplifað að fá bólur í andlitið og jafnvel víðar. Þær virðast alltaf þurfa að birtast þar sem þær valda sem mestum óþægindum og eru sem allra sýnilegastar. Það var einmitt þetta sem karlmaður frá Jiangsu í Kína lenti í.

Eins og flestir, sem uppgötva bólur í andlitinu, þá ákvað hann að kreista hana en það kostaði hann næstum lífið. Daily Mail segir að maðurinn hafi eiginlega bara verið rétt búinn að sprengja bóluna þegar hann fór að finna fyrir einkennum eins og hann væri með hita. Ástand hans versnaði hratt og var hann lagður inn á sjúkrahús. Þá kom í ljós að hann var með sýkingu sem hafði borist í lungu hans.

Læknir, sem annaðist hann, sagði að maðurinn hafi verið með sýkingu í munni sem hafi þróast yfir í lungnasýkingu og lungun hafi hrunið saman. Maðurinn hafi verið í lífshættu.

Sem betur fer lifði maðurinn þetta af en læknir hans hvetur fólk til að snerta ekki við bólum á því svæði sem hann kallar „dauðaþríhyrninginn“ en það er svæðið í kringum munn og nef.

Ástæðan er að æðar á þessu svæði liggja beint í heilann og ef fólk fær sýkingu við að kreista bólur á þessu svæði þá getur hún í verstu tilfellum valdið dauða. Hann lagði áherslu á að það sé mjög sjaldgæft að svoleiðis gerist en hættan sé fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“