fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Pressan

Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málið hófst 15. desember þegar pakka var stolið af tröppum húss í Edmonton í Kanada. Karl og kona eltu þá póstbíl inn í Sandhills Estates, sem er úthverfi, og stálu pakka sem bílstjórinn skildi eftir á tröppum húss þar. Parið lagði síðan á flótta í bíl sínum en festi hann strax í snjó. Íbúi hússins, sem þau stálu pakkanum frá, kom út til að hjálpa þeim að losa bílinn óafvitandi að þau höfðu stolið pakkanum hans. Kona, sem er nágranni pakkaeigandans, kom akandi og stoppaði til að aðstoða.

Síðan sá pakkaeigandinn pakkann sinn í aftursæti bifreiðar parsins og gekk á parið vegna þess. CBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar að karlmaðurinn hafi þá viðurkennt að hafa tekið pakkann. Því næst hafi hann dregið upp piparúða og úðað á konuna og nágranna hennar. Maðurinn dró því næst nágrannakonuna út úr bílnum, settist upp í hann og ók á brott og skildi samverkakonu sína eftir sem og skotvopn og mikið magn af metamfetamíni. En hann tók hund nágrannakonunnar með sér.

Samverkakonunni, sem er 22 ára, brá við að vera skilin eftir en lét það ekki bitna á konunum tveimur og ræddi við þær og sagði þeim hver hún væri og beið hjá þeim þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hana.

Lögreglan fann hundinn síðar um daginn og í framhaldi af því stolna bílinn. Maðurinn var síðan handtekinn 28. desember á bifreiðastæði við hótel. Hann var þá með piparúða, sveðju og rafbyssu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir rán, líkamsárás, bílþjófnað, vopnaburð og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn ákærðir fyrir morðið á norðurírsku fréttakonunni Lyra McKee

Tveir menn ákærðir fyrir morðið á norðurírsku fréttakonunni Lyra McKee
Pressan
Fyrir 2 dögum

Söguleg tíðindi – Fyrsta geimferðin með eingöngu „ferðamenn“ innanborðs

Söguleg tíðindi – Fyrsta geimferðin með eingöngu „ferðamenn“ innanborðs
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrew prins undirbýr sig undir það versta – Búinn að ráða stjörnulögfræðing

Andrew prins undirbýr sig undir það versta – Búinn að ráða stjörnulögfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjartveikur maður lést eftir að hafa verið vísað frá 43 gjörgæsludeildum sem voru yfirfullar af COVID-19 sjúklingum

Hjartveikur maður lést eftir að hafa verið vísað frá 43 gjörgæsludeildum sem voru yfirfullar af COVID-19 sjúklingum