fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Vilja ekki vestræn bóluefni og ætla að framleiða sitt eigið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 17:30

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íran er það land í Miðausturlöndum sem hefur farið verst út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Yfirvöld reyna að hemja faraldurinn sem hefur lagst mjög þungt á þjóðina en fjórða bylgja hans geisar nú. Klerkastjórnin hefur veðjað á bóluefni sem lausnina við faraldrinum en það gengur hægt að bólusetja landsmenn. Samkvæmt tölum frá Johs Hopkins háskólanum er búið að bólusetja tæplega eitt prósent þjóðarinnar að fullu en um 84 milljónir búa í landinu. Víða um landið hefur ekkert verði bólusett síðustu vikur því það er ekkert bóluefni að hafa.

Klerkastjórnin hefur kennt Kínverjum og Rússum um og segir þá ekki hafa afhent umsamið magn bóluefna. Ekki bætir úr skák að Ali Khamenei, æðstiklerkur, bannaði í janúar notkun bóluefna sem eru framleidd í Bandaríkjunum og Bretlandi og af fyrirtækjum frá löndunum tveimur.

Þetta hefur leitt til sölu á bóluefnum frá Vesturlöndum á svarta markaðnum. Hægt er að kaupa bóluefni frá Pfizer/BioNTech í Teheran fyrir 1.100 til 2.600 dollara. Efninu er smyglað frá Írak.

En nú er kannski farið að rofa til því fyrir nokkrum dögum veittu yfirvöld nýju írönsku bóluefni neyðarleyfi. Það er íranska lyfjafyrirtækið Shifafarmed sem framleiðir bóluefnið sem heitir Coviran Barekat. Stefnt er að því að hefja fjöldaframleiðslu á því í næstu viku og er reiknað með að 11 milljónir skammta verði framleiddir á mánuði. Saeed Namaki, heilbrigðisráðherra, sagði í vikunni að þetta muni gera Íran að einum stærsta framleiðanda heims á bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Ekki hafa verið birt gögn um hversu mikil virkni bóluefnisins er en það hefur farið í gegnum þrjár stórar tilraunir síðan í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu