fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Það getur kostað þig lífið að fara í land á þessari eyju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 06:59

Ilha de Queimada Grande. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það býr enginn á eyjunni Ilha de Queimada Grande sem er undan strönd Sao Paulo ríkis í Brasilíu. Það er kannski ekki að furða því það getur orðið fólki að bana að fara í land á eyjunni.

Eyjan er 430.000 fermetrar að stærð og er kölluð „Slöngueyjan“ meðal almennings. Ástæðan er að þar búa um 4.000 baneitraðar slöngur. Hvergi annars staðar í heiminum er jafn mikið af eitruðum slöngum á svo litlu svæði. Um er að ræða eina tegund slangna, Bothrops insularis, og er hún talin í útrýmingarhættu því ef skógareldur kviknar á eyjunni er hætta á að allar slöngurnar drepist og þá er tegundin öll.

Ákveðin mýta er um eyjuna meðal Brasilíubúa og margar sögur eru til um slöngurnar. Meðal annars segja sögur að sjóræningjar hafi sleppt slöngunum á eyjunni til að þær myndu gæta fjársjóðs sem þeir grófu þar niður.

En staðreyndin er sú að eyjan einangraðist fyrir um 11.000 árum þegar yfirborð sjávar hækkaði og af þeim orsökum þróaðist slöngutegundin öðruvísi en ættingjar hennar á meginlandinu.

Bothrops insularis. Mynd:Otavio Marques/Instituto Butantan (Wikimedia Commons)

Slöngurnar eiga sér enga náttúrulega óvini og fjölguðu sér hratt í upphafi. Það varð til þess að fljótlega gátu þær ekki fundið nægilegt æti á jörðu niðri og því byrjuðu þær að leita upp í tré til að veiða fugla sem millilenda á eyjunni.

Slöngur á meginlandinu bíta fugla og bíða þar til eitrið virkar og drepur fuglana, þá er hægt að éta þá. En þetta virkar ekki vel á lítilli eyju og því þróuðu slöngurnar á Ilha de Queimada Grande enn öflugra og hraðvirkara eitur.

Árlega verða slöngur 540 til 2.300 manns að bana í Suður-Ameríku. 90% þessara dauðsfalla verða í Brasilíu. Bothrops atrox og Bothrops asper, sem eru náskyldar Bothrops insularis, eru meðal hættulegustu slöngutegundanna í álfunni. En Bothrops insularis eru í sérflokki því eitur þeirra er þrisvar til fimm sinnum sterkara en eitur slangna á meginlandinu.

Ef slöngur af þessari tegund bíta fólk veldur það dauða frumna og vefs í líkamanum og ef fórnarlambið fær ekki læknisaðstoð skjótt verða afleiðingarnar mjög alvarlegar og enda líklega með dauða.

Hér sést hvernig fótleggur manns varð eftir að hann var bitinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki má fara í land á eyjunni og sér brasilíski sjóherinn um að framfylgja því banni. Vísindamenn geta fengið heimild til að fara í land til rannsókna en þeir verða að fara mjög varlega og þeim er skylt að hafa lækni með í för ef einhver skyldi vera svo óheppinn að vera bitinn.

Fólk bjó á eyjunni frá 1909 til 1920 en það sá um vitavörslu þar. Að lokum drápu slöngurnar það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni