fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Pressan

Íranar standa á bak við stóran hluta Bitcoingraftar heimsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 08:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitcoin hefur lengi verið ein heitasta og vinsælasta fjárfestingin hjá mörgum fjárfestum. En það kemur eflaust einhverjum á óvart að Íranar eru mjög hrifnir af Bitcoin og standa á bak við 4,5% af greftrinum eftir rafmyntinni á heimsvísu.

The Independent skýrir frá þessu.

Talið er að ein helsta ástæðan fyrir þessu séu hinar umfangsmiklu og hörðu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin beita gegn Íran. Ástæðan fyrir þvingununum er kjarnorkuáætlun Írana og stuðningur þeirra við herskáar sveitir og hryðjuverkasamtök í Miðausturlöndum.

Viðskiptaþvinganirnar koma mjög illa niður á olíuiðnaði landsins, bönkum og skipaútgerð. Á síðasta áratug hafa tekjurnar af olíuvinnslu dregist saman um 70% og það hefur valdið efnahagssamdrætti, atvinnuleysi og almennri óánægju meðal landsmanna sem hafa hvað eftir annað mótmælt klerkastjórninni sem stýrir landinu harðri hendi.

En gröftur eftir Bitcoin hefur komið sér vel fyrir Írana að sögn Elliptic greiningarfyrirtækisins. Fyrirtækið gerði rannsókn á greftri eftir Bitcoin og er hún byggð á gögnum frá þeim sem grafa eftir rafmyntinni og orkunotkun hjá ríkisorkufyrirtækjum.

Það krefst mikillar orku að grafa eftir rafmynt og það setur mörgum hömlur en í Íran er það ekki vandamál því landið nær ekki að selja alla þá olíu sem það vinnur og aðeins sáralítið af náttúrugasi. Það er því af nægri olíu og gasi að taka til rafmagnsframleiðslu og því hafa mörg gagnaver, þar sem grafið er eftir Bitcoin, skotið upp kolli víða um landið. Með þessu koma Íranar olíunni og gasinu í verð án þess að hægt sé að fylgjast með því. Vinnslan á Bitcoin fjármagnar síðan innflutning á vörum sem annars eru undirlagðar viðskiptaþvingunum.

En þetta hefur einnig sínar dökku hliðar því raforkukerfi landsins ræður varla við álagið og því hafa kínversku fyrirtækin RHY og Lubian komið að málum, bæði með fjármagn og þekkingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Merk uppgötvun – Fundu 24 bronsstyttur frá tíma Rómarveldis

Merk uppgötvun – Fundu 24 bronsstyttur frá tíma Rómarveldis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leystu nauðgunarmál frá 1988 – „Í þessu máli seinkaði réttlætinu en það nær fram að ganga“

Leystu nauðgunarmál frá 1988 – „Í þessu máli seinkaði réttlætinu en það nær fram að ganga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður fjöldamorðingi mætti fyrir dóm í hjólastól og með andlitsáverka

Grunaður fjöldamorðingi mætti fyrir dóm í hjólastól og með andlitsáverka
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið