fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 06:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 virtir vísindamenn, þar á meðal farsóttafræðingur og örverufræðingur við hina þekktu og virtu háskóla Harvard og Stanford, hvetja til þess að rannsókn verði hrundið af stað um upptök kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Þeir vilja að rannsóknin verði gagnsæ og byggð á gögnum og staðreyndum. Þeir telja ekki útilokað að veiran hafi verið búin til í rannsóknarstofu og fara þar með gegn niðurstöðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem telur „mjög ólíklegt“ að veiran eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan.

New York Post skýrir frá þessu. „Kenningar um að veiran hafi fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofu og borist í fólk er ekki útilokuð,“ segja vísindamennirnir í bréfi sem var birt í vísindaritinu Science fyrir helgi. „Vitneskja um hvernig COVID-19 varð til er mikilvæg til að koma í veg fyrir heimsfaraldra í framtíðinni,“ segir einnig í bréfinu sem var skrifað í kjölfar rannsóknar WHO og kínverskra yfirvalda.

Í rannsókn WHO og kínverskra yfirvalda er komist að þeirri niðurstöðu að faraldurinn hafi líklega átt upphaf sitt í að fólk smitaðist af veirunni frá dýri sem hafði smitast af henni frá leðurblöku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að „mjög ólíklegt“ sé að veiran hafi verið búin til í tilraunastofu.

Vísindamennirnir 18 segja að ekki sé hægt að útiloka að veiran hafi verið búin til í tilraunastofu því málið hafi ekki verið rannsakað til fulls. Aðeins 4 blaðsíður í 313 síðna skýrslu WHO eru helgaðar umfjöllun um hvort veiran hafi verið búin til af mönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?