fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á smokkum hefur dregist saman frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á með tilheyrandi sóttvarnaaðgerðum sem hafa óneitanlega dregið úr samneyti fólks við annað fólk. En nú eru Bandaríkjamenn að vakna til lífsins og farnir að stunda meira kynlíf en síðustu mánuði eða þá farnir að undirbúa það. Að minnsta kosti ef marka má sölu á smokkum en hún hefur tekið góðan kipp að undanförnu.

Ástæðan er að búið er að bólusetja tugi milljóna Bandaríkjamanna og byrjað er að slaka á sóttvarnaráðstöfunum og þar af leiðandi er fólk farið að hitta annað fólk í meira mæli en síðustu mánuði.

CNN segir að á fjögurra vikna tímabili, sem lauk 18. apríl, hafi smokkasala aukist um 23,4% miðað við sama tíma á síðasta ári. Seldust smokkar fyrir 37 milljónir dala á þessum fjórum vikum. Þetta er byggt á tölum frá markaðsfyrirtækinu IRI. Samkvæmt tölum IRI dróst smokkasala saman um 4,4% á síðasta ári miðað við 2019.

Reckitt Benckiser, framleiðandi Durex smokka, sagði í síðustu viku að sala fyrirtækisins hefði aukist um tveggja prósentustafa tölu á síðasta ársfjórðungi miðað við sama ársfjórðung 2020. Í heildina jókst sala fyrirtækisins á síðasta ári þrátt fyrir „áskoranir á fyrri helmingi þess“. Salan stóð í stað 2019 miðað við 2018. Fyrirtækið birtir ekki séruppgjör fyrir sölu á Durex en segir að söluaukninguna megi rekja til tilslakana á sóttvarnaaðgerðum.

Fulltrúar Wallgreen og CVS sögðu að sala á smokkum hafi aukist á síðustu vikum í verslunum keðjanna miðað við sama tíma 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu