fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 17:44

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku lýsti fyrir stundu eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hún er 43 ára af íslenskum ættum. Hún hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu á dvalarheimili aldraðra í Odder.

Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hefur engin heyrt frá henni og í morgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Freyja sé 165 sm á hæð, grönn með ljósbrúnt axlarsítt hár. Hún notar gleraugu.

Ekstra Bladet segir að lögreglan sé nú með „umfangsmikla leit“ í gangi og séu lögreglumenn að kanna með ferðir hennar á mörgum stöðum.

Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Freyju síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni