fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Don Corleone er mafíuleiðtoginn illræmdi í kvikmyndinni „Guðfaðirinn“. Í Svíþjóð er það glæpamaðurinn „Jarðarberið“ sem er guðfaðirinn. Nafnið er auðvitað jákvætt eitt og sér, því flestir tengja jarðarber við jákvæða hluti. En „Jarðarberið“ er allt annað en huggulegur og góður maður.

Hann heitir réttu nafni Ismail Abdo og er miðpunkturinn í blóðugum átökum sænskra glæpagengja og því að lauma útsendurum glæpagengis hans inn í raðir sænsku lögreglunnar.

Dagens Nyheter fjallaði um málið og segir að tvær konur hafi verið gerðar út af örkinni og hafi náð að komast í sænsku lögregluna. Önnur þeirra er sögð vera unnusta „Jarðarbersins“ sem hefur árum saman háð blóðugt stríð við fyrrum bandamann sinn „Kúrdíska refinn“. Þetta stríð hefur kostað tugi manna lífið í Svíþjóð og utan Svíþjóðar.

Konurnar eru báðar ungar að árum og koma úr innflytjendafjölskyldum. Talið er að þær hafi annað hvort verið beðnar um að sækja um inngöngu í lögregluskólann eða neyddar til þess.

Þeim tókst að komast í gegnum nær allt námið áður en upp komst um þær, þar á meðal tengsl þeirra við „Jarðarberið“.

Það komst upp um þær þegar kom að því að fara yfir ferill þeirra en það er alltaf gert áður en fólk fær stöðu í lögreglunni. En þegar þarna var komið við sögu höfðu konurnar náð að afla sér mikillar vitneskju um starfsaðferðir lögreglunnar.

Svíum er að vonum mjög brugðið yfir þessu því lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og fólk á að geta treyst henni og því sem hún gerir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Í gær

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað