fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. maí 2024 20:30

Salvör dregur Katrínu til ábyrgðar fyrir aðgerðarleysi í sinni tíð sem forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sviðslistakona, sakar Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra um að hafa svikið börnin á Gaza ströndinni.

Þetta segir Salvör í aðsendri grein á Vísi í dag.

„Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu.

Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“,“ segir Salvör í greininni.

Hryllingurinn á flóttanum

Sé það til heiðurs Hind Rajab, sex ára stúlku sem Ísraelsher myrti. Fjölskylda Hind var að flýja Gaza borg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hann. Öll í bílnum dóu nema Hind, en fimmtán ára gamall frændi hennar náði samband við neyðarlínu áður en hann dó.

„Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“,“ segir Salvör.

Sjúkrabíllinn lét Ísraelsmenn vita af sér en samt var ráðist á hann og sjúkraflutningamennirnir drepnir. 12 dögum síðar fannst Hind inni í bílnum, dáin.

Skömm Katrínar sérstaklega mikil

Salvör segir hryllinginn á Gaza á svo alvarlegu stigi að það sé óeðlilegt að tala ekki um hann. Ekkert fólk geti falið sig á bak við að vera ekki upplýst því sönnunargögnin séu um allt internetið.

„Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði,“ segir Salvör og á þá við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktsson. Þá segir hún skömm Katrínar sérstaklega mikla.

„Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur,“ segir Salvör.

„Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Í gær

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr