fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Pressan

Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 07:00

Bækurnar voru vel faldar. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fannst safn 200 merkra og mjög verðmætra bóka niðurgrafið í Rúmeníu. Bókunum var stolið í Feltham í Lundúnum í janúar 2017. Um þaulskipulagðan og vel útfærðan þjófnað var að ræða úr vöruhúsi sem póstsendingar fara um. Bækurnar voru á leið á uppboð í Las Vegas. Þjófarnir skáru göt á þak vöruhússins og létu sig síga niður og komust þannig hjá því að skynjarar þjófavarnarkerfisins færu í gang. Þeir tóku síðan 16 poka, sem bækurnar voru í, og fóru með þá sömu leið út.

Samkvæmt frétt ITV þá fundust bækurnar við leit í húsi í Neamt. Meðal þeirra eru bækur eftir Galileo, Sir Isaac Newton og Francisco Goya. Heildarverðmæti þeirra er um 2,5 milljónir punda og þær eru taldar mjög mikilvægar út frá menningarlegum sjónarhóli og óbætanlegar.

Lundúnalögreglan rannsakaði þjófnaðinn í samstarfi við lögreglu á Ítalíu og í Rúmeníu auk Europol og Eurojust. Böndin beindust að skipulögðum rúmenskum glæpasamtökum (OCG) sem stóðu á bak við fjölda álíka innbrota í vöruhús í Bretlandi.

Um mörg ómetanleg menningarverðmæti er að ræða. Mynd:Lundúnalögreglan

OCG sendir félaga sína til Bretlands til að fremja innbrot og að þeim loknum halda þeir strax úr landi. Aðrir félagar í samtökunum sjá síðan um að koma þýfinu úr landi eftir margvíslegum leiðum.

OCG tengist mörgum þekktum rúmenskum fjölskyldum sem mynda hluta Clamparu glæpahópsins sem heldur til í austurhluta Rúmeníu og á sér langa sögu flókinna og vel útfærðra þjófnaða. Meðlimir samtakanna hafa aðallega verið sóttir til saka í löndum utan Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dönsk kona dæmd í fangelsi fyrir að skilja barn eftir í Úganda

Dönsk kona dæmd í fangelsi fyrir að skilja barn eftir í Úganda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni

Þyrluflugmenn fundu dularfullan hlut í miðri eyðimörkinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“