fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Íslenskur matur á safni viðbjóðslegasta matar heims – „Ógeðslegasta munnfylli lífs míns“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 06:50

Disgusting Food Museum. Mynd:EPA-EFE/Johan Nilsson SWEDEN OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á mörgum söfnum sem gestirnir fá ælupoka við innganginn. En það er það sem fólk fær þegar það heimsækir Disgusting Food Museum í Malmö og er ælupokinn innifalinn í verði aðgöngumiðans. Eins og nafnið gefur til kynna helgar safnið sig ógeðslegum mat og þar má finna íslenskt „ljúfmeti“.

Safnið er umfjöllunarefni í grein á vef Danska ríkisútvarpsins sem birtist í gær. Greinarhöfundur heimsótti safnið og skýrði frá upplifun sinni.

„Hér eru til sýnis 80 matartegundir frá öllum heimshornum. Matur sem á einn eða annan hátt er talinn ógeðslegur,“

segir greinarhöfundur og hefur eftir Andreas Ahrens, safnstjóra, að margir kasti upp þegar þeir heimsækja safnið.

Gestum er boðið að smakka sumt af matnum, ef þeir þora.

„Ég byrja á nýrri sýningu um ógeðslegt áfengi. Hér er hægt að upplifa allt frá íslenskum  hvalaeistnabjór til fishky – þýskt viskí sem er látið liggja í gömlum saltsíldartunnum,“

segir greinarhöfundur og hefur eftir safnstjóranum að það bragðist eins og blanda af ælu og viskíi. Síðan fylgir lýsing á einu og öðru sem fyrir augu ber á safninu þar til kemur að viðbjóðslegustu upplifunin á safninu að mati greinarhöfundar.

Úr sýningarsalnum. Mynd:EPA-EFE/Johan Nilsson SWEDEN OUT

„Ógeðslegasta munnfylli lífs míns“

Er fyrirsögn frásagnar greinarhöfundar um það þegar hún fékk að smakka íslenskan hákarl.

„Sem betur fer eru ekki nautatyppi eða maðkaður ostur með í bragðprufum dagsins en samt sem áður verður þetta mjög slæmt. Úr kæliborðinu töfrar Andreas Ahrens skyndilega fram ljósgulbrúnan fisk á diski. Þetta er biti af íslenskum hákarli, sem á dönsku þýðir „kæstur hákarl“ – sumir kalla þetta rotinn hákarl,“

segir greinarhöfundur og lýsir síðan hvernig smökkunin fór fram:

„Ég treð hákarlsbita upp í munninn og tygg vel. Síðan tekur helvíti við, vægast sagt. Hættið nú alveg hvað þetta er ógeðslegt. Sterkt ammoníakbragð ræðst á tunguna og mér finnst ég samstundis hafa gleypt útihátíðarklósett,“

segir greinarhöfundur um íslenskan hákarl.

Á vef DR er hægt að lesa enn meira um þessa áhugaverðu upplifun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu