fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Pressan

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 11:45

Samsett mynd - Smábærinn Idyllwild og andlit þeirra sem hafa horfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manneskjur hafa horfið í og við smábæinn Idyllwild í Kaliforníu-fylki, Bandaríkjunum, frá því í mars á þessu ári. Frá þessu greina bandarískir miðlar, t.d. og CBS og Fox. Síðari miðillinn hefur þó greint frá því að tvær af þessum manneskjum séu fundnar, þó að ekkert sé vitað um ástand þeirra.

Idyllwild er í smábær í San Jacinto-fjallgarðinum. Þar búa um það bil 3.800 manns.

Ekkert spurst af fjórum

Fimm konur og einn karl hafa horfið. Þann fjórða mars síðastliðinn hvarf hinn 52 ára gamli Roy Prifogle. Hann var í fjallgöngu, en sneri ekki aftur. Leitarteymi leitaði hans í sex daga og fann á endanum bakpokann hans og bíl, hvort á sínum staðnum. Leitinni var síðan hætt þann fimmtánda mars. Fjölskylda Prifogle efast um að hann sé á lífi.

Þann sjöunda júní var síðan tilkynnt um að hin 65 ára gamla Lydia Abrams væri týnd. Lögregla leitaði að Abrams á búgarði hennar í nokkra daga, árangurslaust. Hún sást síðast þann 6. júní við fjallgöngu-miðstöð við Idyllwild.

Tilkynnt var um hvarf hinnar 41 árs gömlu Melissu Lane þann fimmtánda júní. Fram kemur að hún hafi ætlað að ganga frá Idyllwild yfir í Pine Cove, annan smábæ í nágrenninu. Þá hafi sími hennar og aðrar eigur verið eftir hjá kærasta hennar í Idyllwild.

Hin 74 ára gamla Rosario Garcia hvarf frá heimili sínu þann sjöunda júlí síðastliðinn. Bíll hennar fannst níunda júlí. Lögreglan hefur sagt að mögulega þjáist Garcia af Alzheimer-sjúkdómnum.

Tvær fundist en ekkert gefið upp

Jade Kemerer, 35 ára, var í Idyllwild til að láta gera við bílinn sinn, sem hafði bilað er hún ætlaði að fara heim til sín til Ohio. Hún skráði sig af gististað sínum þann 22. júlí, sama dag og fjölskylda hennar heyrði síðast í henni. Nú hefur hún hins vegar fundist, en ekkert er vitað um ástand hennar.

Tilkynnt var um hvarf hinnar 27 ára gömlu Vanessu Vlasek þann 31. júlí. Síðast var vitað af henni í Idyllwild. Hún hefur þó líkt og Kemerer fundist án þess að nokkuð hafi verið gefið upp um ástand hennar.

Segja málin ekkert tengjast þrátt fyrir getgátur

Lögreglan hefur fullyrt að ekkert gefi til kynna að þessi mál tengist, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að upplýsa almenning ekki meira um málin, enda hefur mikil skelfing gripið um sig hjá íbúum Idyllwild.

Margar getgátur eru á lofti um þessi mál og halda margir íbúar í bænum og í nágrenni við hann að ekki geti verið um tilviljanir að ræða, sérstaklega hvað varðar mál kvennanna. Dóttir Roy Prifogle, mannsins sem hvarf í mars, segir að eflaust sé þarna eitthvert illmenni að verki og spyr: „Hvað vill hann þessum konum?“

Málin eru enn til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður
Pressan
Í gær

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjöldi kórónuveirusmita tvöfaldast í hverri viku í Bretlandi

Fjöldi kórónuveirusmita tvöfaldast í hverri viku í Bretlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu

Fyrrum þingmaður Bandaríkjaþings virðist hafa fengið heilablóðfall í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næstum þriðji hver Þjóðverji telur að leynileg öfl stýri heiminum

Næstum þriðji hver Þjóðverji telur að leynileg öfl stýri heiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal