fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 20:00

Endalaus vandræði hjá Boeing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að starfið fjölmiðlafulltrúa bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing sé eitt það heitasta í flugvélaiðnaðinum í dag. Fyrirtækið hefur farið illa út úr umræðum um 737 Max vélarnar í kjölfar slysa og banns við notkun þeirra. Nú hefur nýtt mál komið upp sem setur fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins slæma stöðu.

Niel Golighty tilkynnti nýlega að hann hætti sem fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins eftir aðeins sex mánaða starf. Það gerir hann í kjölfar þess að 33 ára ummæli hans um mál eitt voru rifjuð upp.

Fyrir 33 árum skrifaði hann grein undir fyrirsögninni „Enginn réttur til að berjast“ þar sem hann sagði meðal annars að „það að leyfa konum að berjast í fremstu víglínu myndi eyðileggja hvernig karlar heyja stríð  og þau kvenlegu gildi, frið, heimilið og fjölskylduna, sem þeir berjast fyrir að varðveita“.

Það var starfsmaður Boeing sem kvartaði til stjórnenda fyrirtækisins yfir þessum ummælum Golighty. Hann hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og í fréttatilkynningu segir hann að skoða verði ummælin í ljósi þess hver hann var fyrir 33 árum.

Hann hafi verið orustuflugmaður á tímum kalda stríðsins og umrædda grein verði að skoða sem vanhugsað til umræðu sem var mikil og hávær á þessum tíma.

„Skoðanir mínar voru vandræðalegar og móðgandi og ég hafði rangt fyrir mér. Grein mín sýnir ekki hver ég er en samt sem áður hef ég ákveðið að láta af störfum með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm