fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Instagramstjarna grunuð um að reyna að stela 100 milljónum punda frá liði í ensku úrvaldsdeildinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 07:00

Raymond Abbas. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var samfélagsmiðlastjarnan Ramon Abbas handtekin í Dubai að beiðni bandarísku alríkislögreglunnar FBI og alþjóðalögreglunnar Interpol. Abbas, sem stærði sig óspart af auði sínum og lúxuslífi á samfélagsmiðlum, hefur nú verið framseldur til Bandaríkjanna en hann er grunaður um umfangsmikil fjársvik. Meðal annars er hann grunaður um að hafa reynt að svíkja 100 milljónir punda út úr liði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sky skýrir frá þessu. Abbas, sem er frá Nígeríu, var ekki einn að verki því grunur leikur á að hann sé félagi í skipulögðum glæpasamtökum sem hafi svikið háar fjárhæðir út úr fólki um allan heim.

Hann er þekktur á samfélagsmiðlum undir notendanafninu Ray Hushpuppi. Lögreglan í Dubai birti myndband af handtökunni en á upptökunni sjást lögreglumenn ryðjast inn í hús Abbas þegar hann var í fastasvefni. Auk hans voru nokkrir grunaðir samverkamenn hans handteknir.

Raymond Abbas þreyttur eftir verslunarferð. Mynd:Instagram

Abbas hefur verið iðinn við að birta myndir af sér og þotulífinu sem hann lifði. Ferðaðist hann um í einkaþotum, verslaði í dýrustu merkjavöruverslunum og stundaði samkvæmislífið af krafti. 2,4 milljónir manna fylgdu honum á Instagram. Lögreglan segist hafa getað fylgst með ferðum hans með því að fylgja honum á Instagram.

Abbas og samstarfsmenn hans eru grunaðir um að hafa blekkt fyrirtæki til að leggja fé inn á reikninga glæpamanna með því að komast inn í tölvupóstsendingar fyrirtækjanna en það er vel þekkt aðferð svikahrappa. Einnig urðu einstaklingar fyrir barðinu á glæpamönnunum. Abbas er einnig grunaður um umfangsmikið peningaþvætti.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að Abbas og félagar hafi haft í hyggju að þvætta hundruðir milljóna dollara og stela 100 milljón pundum frá liði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Nafn félagsins er ekki gefið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig