fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Segist hafa verið fórnarlamb á Ólympíuleikum – Allt hafi verið sviðsett

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 07:00

Ben Johnson í Seoul 2013. Mynd: EPA/YONHAP SOUTH KOREA OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson telur að hann hafi verið fórnarlamb þegar hann var staðinn að ólöglegri steranotkun á Ólympíuleikunum 1988. Fleiri eru sama sinnis og telja að allt hafi þetta verið sviðsett.

Johnson var ein skærasta stjarna frjálsra íþrótta á níunda áratugnum. Þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1998 á 9,79 sekúndum var hann á toppi ferilsins eða kannski ekki því þremur dögum eftir sigurinn kom í ljós að hann hafði notað stera og þannig haft rangt við.

Í nýrri sænskri heimildamynd segir Johnson að hann sé sannfærður um að allt hafi þetta verið sett á svið. Hann játar að hafa notað stera en segist aldrei hafa gert það þegar kom að mótum. Af þeim sökum eigi hann erfitt með að skilja að einmitt hann hafi fallið á lyfjaprófi. Margir aðrir íþróttamenn lágu einnig undir grun um að nota ólögleg efni, þar á meðal Carl Lewis, helsti keppinautur Johnson. En Lewis slapp alltaf.

„Þeir sögðu að stanozolol hefði fundist í líkama mínum en ég notaði aldrei það efni. Daginn eftir var Sports Illustrated tilbúið með forsíðuna „Ben Johnson – dópaður“. Það tekur marga mánuði að undirbúa svona mál. Þeir vissu hvað átti að gerast. Allt var sett á svið frá upphafi.“

Segir Johnson í heimildamyndinni að sögn Dagbladet.

Það er fleira undarlegt í tengslum við sýnið úr Johnson. Skýrsla um málið var opinberuð fyrir tveimur árum og þá kom fram að tveir aðrir verðlaunahafar hefðu fallið á lyfjaprófi en ekkert hafi verið aðhafst vegna þess.

Dagbladet ræddi við Ingrid Kristiansen, sem tók þátt í 10 km hlaupi á Ólympíuleikunum 1988, og sagðist hún viss um að Johnson hefði verið fórnarlamb.

„Hann var dópaður en maður getur vel ímyndað sér að allir í úrslitunum hafi verið dópaðir. Hann var sá sem var fórnað. Ég man að í mínum hópi fannst okkur skrýtið að hann hafi verið tekinn. Okkur fannst þetta líta þannig út að fleiri í þessum úrslitum hafi verið dópaðir. Hann var örugglega bara fórnarlamb. Það var í lagi að taka einn frá Kanada því hann var hlutlausari og ekki Bandaríkjamaður. Ég held að hann hafi verið mjög óheppinn.“

Johnson er ósáttur við hvernig málið hefur komið út í gegnum tíðina:

„Allir héldu að Carl Lewis væri hreinn og það halda margir enn í dag. Það er erfitt að skilja það.“

Sex af þeim átta, sem kepptu í úrslitum 100 metra hlaupsins 1988, féllu síðar á lyfjaprófum og margir telja að þessi úrslitakeppni hafi verið sú „óheiðarlegasta“ í sögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig