fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Samið um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir 400 milljónir ESB-borgara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir hönd ESB hafa Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland samið við sænsk/breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um að fyrirtækið ábyrgist að sjá ESB fyrir allt að 400 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina.

Þýska ríkisstjórnin og lyfjafyrirtækið tilkynntu þetta um helgina. Bóluefnið, sem um ræðir, er nú í þróun hjá vísindamönnum við Oxfordháskóla. Það hefur ekki enn verið samþykkt af lyfjaeftirlitsstofnunum.

„Þetta mun tryggja að mörg hundruð milljónir Evrópubúa munu hafa aðgang að bóluefni. Við munum vita fyrir sumarlok hvort það virki.“

Sagði Pascal Soriot, forstjóri AstraZeneca.

Þýska heilbrigðisráðuneytið segir að ef allt gangi að óskum verði bóluefnið tilbúið fyrir árslok. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, sagði að ESB hafi ekki fram að þessu gert samninga sem tryggja sambandinu aðgengi að bóluefni gegn veirunni en það hafa mörg önnur ríki gert.

„Samhæfðar aðgerðir hóps aðildarríkja munu gagnast öllum ríkisborgunum ESB í þessum vanda. Í samstarfi við framkvæmdastjórn ESB viljum við sýna enn meiri viðbragðshraða og vera sterkari í samningaviðræðum í framtíðinni.“

Sagði hann að sögn dpa. Veiran hefur nú orðið á fimmta hundrað þúsund manns að bana um allan heim.

Roberto Speranca, heilbrigðisráðherra Ítalíu, skrifaði á Facebook að samningurinn tryggi íbúum ESB allt að 400 milljónir skammta af bóluefninu.

Ekki hefur verið skýrt frá kaupverðinu.

Breska lyfjaeftirlitið hefur veitt AstraZeneca heimild til að hefja þriðja stigs tilraunir með bóluefnið en í þeim hluta tilraunanna verður bóluefnið prófað á stórum hópi fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?