fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Ný rannsókn – Fjöldi Bandaríkjamanna drekkur klór til að koma í veg fyrir COVID-19 smit

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júní 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fjöldi Bandaríkjamanna hefur drukkið klór, skolað munn með efninu eða notað það til að þrífa sig eða mat sinn. Sumir hafa einnig andað að sér klórgufum. Þetta hefur fólkið gert í þeirri trú að þetta geti forðað því frá því að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið unnin fyrir US Centers for Disease Control and Prevention. Niðurstöðurnar sýna að 39% aðspurðra sögðust hafa gripið til heilsufarslegra aðgerða sem stofnunin telur hættulegar. Rannsóknin var gerð í maí, skömmu eftir að Donald Trump, forseti, varpaði þeirri spurningu fram hvort það gæti unnið á kórónuveirunni að innbyrða klór.

502 tóku þátt í rannsókninni. 19% sögðust hafa sett klór á mat, þar á meðal ávexti og grænmeti, 18% sögðust hafa notað þrifaefni, sem eru ætluð til heimilisþrifa, og sótthreinsandi efni á húð sína. 4% höfðu drukkið eða skolað munninn með klór, sápuvatni eða sótthreinsiefnum. 6% höfðu andað að sér gufum frá þrifaefnum eða sótthreinsiefnum. 10% sögðust hafa sett hreinsi- eða sótthreinsiefni á líkama sinn. Sérfræðingar hafa varað mjög við þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti