fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Rannsaka hvort nikótínplástrar virki gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir vísindamenn eru nú að fara af stað með rannsókn þar sem þeir ætla að rannsaka hvort nikótínplástrar virki gegn COVID-19. Ástæðan er niðurstöður rannsóknar sem sýndu að hlutfall reykingafólks er mun lægra en það ætti hlutfallslega að vera meðal smitaðra Frakka.

Kenningin er að níkótín veiti vernd gegn kórónuveirunni en vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um þessa kenningu. Samkvæmt frétt The Guardian þá var fyrrgreind rannsókn gerð á stóru sjúkrahúsi í París. Hún náði til 480 sjúklinga sem höfðu greinst með COVID-19. 350 þeirra lágu á sjúkrahúsi en hinir voru heima.

Í öðrum hópnum var miðgildi aldurs þátttakenda 65 ár. 4,4 prósent þeirra sögðust reykja að staðaldri. Í hinum hópnum var miðgildi aldurs þátttakenda 44 ár. 5,3 prósent þeirra sögðust reykja reglulega. Vísindamennirnir báru þessar tölur saman við hlutfall reykingafólks í samfélaginu. Í aldurshópnum 44 til 53 ára er hlutfall reykingafólks um 40 prósent og 8,8 til 11,3 prósent hjá fólki á aldrinum 65 til 75 ára.

Hvetja fólk ekki til reykinga

Vísindamennirnir taka skýrt fram að þeir hvetja fólk alls ekki til að byrja að reykja því margvísleg heilsufarsleg áhætta fylgi því. Þess utan séu meiri líkur á að reykingafólk, sem smitast af COVID-19, veikist alvarlega af völdum veirunnar.

The Guardian segir að í mars hafi kínversk rannsókn, sem var birt í vísindaritinu New England Journal of medicine, sýnt næstum sömu niðurstöðu og sú franska um hlutfall reykingafólks sem smitast af COVID-19.

Bandarísk rannsókn, sem var birt 18. mars, sýnir að nikótín örvi frekar getu kórónuveirunnar til að láta að sér kveða í líkama fólks en að það dragi úr getu veirunnar til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd