fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Pressan

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 07:01

Jeffrey Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

130 manns halda því fram að bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein sé faðir þeirra. Það spilar væntanlega inn í að Epstein, sem framdi sjálfsvíg í fangelsi á síðasta ári, lét eftir sig 635 milljónir dollara og vilja hin meintu börn hans fá sinn hlut í arfinu.

Fyrirtækið Morse Genealogical Services opnaði nýlega vefsíðu til að auðvelda hugsanlegum erfingjum Epstein að komast í samband við fyrirtækið. Samkvæmt umfjöllun The Sun hafa 386 manns nú þegar haft samband við fyrirtækið. 130 þeirra segja að Epstein sé faðir þeirra.

Epstein framdi sjálfsvíg þegar hann sat í gæsluvarðhaldi í fangelsi í New York þar sem hann beið réttarhalda. Hann var ókvæntur en talið er að hann hafi átt nokkur börn.

„Jeffrey Epstein var svo lauslátur í svo langan tíma að það eru töluverðar líkur á að hann eigi barn.“

Hefur The Sun eftir Harvey Morse, stofnanda Morse Genelogical Services.

Meðal eigna Epstein eru stórt hús á Manhattan í New York, búgarður í Nýju-Mexíkó og einkaeyja hans í Karabískahafinu sem hefur verið nefnd „barnaníðingseyjan“. Auk þess átti hann fjölda bíla.

20 konur hafa sakað Epstein um að hafa beitt þær kynferðisofbeldi þegar þær voru á barnsaldri. Mörg málanna fara fyrir dóm því konurnar krefjast bóta og samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla má reikna með að stór hluti eigna Epstein fari í að greiða konunum bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast
Pressan
Í gær

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un