fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Pressan

Bandaríkin vara Kína við vegna Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 19:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann varaði kínversk stjórnvöld við að Bandaríkin muni hugsanlega breyta hinni sérstöku stöðu sem Hong Kong nýtur ef bandarískir fréttamenn fá ekki að starfa óhindrað í borginni.

„Þessir fréttamenn eru hluti af frjálsum fjölmiðlum, ekki áróðursmaskína, og mikilvægar fréttir þeirra upplýsa kínverska borgara og umheiminn.“

Segir í tilkynningunni.

Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong 1997 og var þá gerður samningur um að borgríkið myndi njóta „mikillar sjálfsstjórnar“ næstu 50 árin. Á þeim grunni fékk Hong Kong sérstaka stöðu hjá Bandaríkjunum sem hefur meðal annars átt stóran þátt í að borgin er mikil alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Samkvæmt tilkynningu Pompeo þá hefur hann fengið upplýsingar um að kínversk yfirvöld hafi hótað að skipta sér af störfum bandarískra fréttamanna í Hong Kong.

Fyrir tveimur vikum skýrði hann bandaríska þinginu frá því að utanríkisráðuneytið hefði frestað að skila skýrslu til þingsins um mat á hvort Hong Kong eigi áfram að njóta þeirrar sérstöðu sem Bandaríkin hafa veitt landinu. Það mat er byggt á hvort Hong Kong njóti enn þess sjálfstæðis sem um var samið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9