Föstudagur 05.mars 2021
Pressan

Í kvöld átti það að gerast – Missum af „sögulegum“ sigri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld áttu vindvélar og eldsprengjur að vera tilbúnar á sviðinu þegar úrslitakvöld Eurovision átti að fara fram. Milljónir manna hefðu væntanlega setið við skjáinn og fylgst með glæsilegri keppni sem hefði hugsanlega orðið meira en lítið söguleg.

Eitthvað á þessa leið segir í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) nú í morgun um keppnina. Þar kemur að vonum fram að keppnin verði ekki haldin vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því muni evrópskar sjónvarpsstöðvar standa fyrir útsendingu í kvöld sem heitir „Eurovision: Europe Shine A Light“. Þannig er tryggt að það verður smá Eurovisionsjarmi yfir kvöldinu.

Því er velt upp í umfjölluninni hvaða lag hefði sigrað og var leitað til þriggja danskra Eurovisionsérfræðinga um svör. Niðurstaða þeirra er að keppnin hefði orðið söguleg í meira lagi.

Sérfræðingur DR

Ole Tøpholm, sérfræðingur DR sem hefur lýst keppninni í sjónvarpi mörg undanfarin ár, sagðist telja að tvö lög hefðu átt mesta möguleika á að sigra.

„Hjarta mitt segir Ísland. Ég er sannfærður um að íslenska lagið var besta norræna framlagið í ár. Þetta lag hefur fengið mikla athygli og ég held að áhorfendur hefðu gefið Íslandi mjög mörg stig. Spurningin er svo hvort dómnefndir hefðu verið sama sinnis. Ég leyfi mér að efast um það.“

Sagði Ole sem sagðist telja að Rússa hefðu líklega sigrað að þessu sinni. Þeir væru með skemmtilegt lag sem hefði höfðað til áhorfenda en eins og með íslenska lagið væri meiri spurning hvað dómnefndir hefðu gert.

Getraunasérfræðingurinn

Peter Emmike Rasmussen, sérfræðingur hjá Danske Spil, sem er getraunafyrirtæki Dana, sagði að  fyrirtækið hafi ekki verið búið að setja stuðla á Eurovision þegar ljóst var að keppninni yrði aflýst. En Peter hefur samt skoðun á því hvaða land hefði sigrað.

„Við hefðum líklega haft Ísland sem líklegasta sigurvegarann. Þetta er skemmtilegt og hresst lag sem hefur fengið mikla athygli á netinu. Það skiptir miklu máli í dag. Sjaldan hefur Ísland átt jafn mikla möguleika á að landa fyrsta Eurovisionsigrinum en í ár en því miður verða Íslendingar að eiga það til góða.“

Sagði hann um hugsanlegan íslenskan sigur sem hefði svo sannarlega ratað í sögubækurnar.

Ofuraðdáandinn

Morten Madsen, sem á heimasíðuna Eurosong.dk, hefur fylgst náið með keppninni síðan hann var barn og frá 2008 hefur hann verið viðstaddur öll úrslitakvöldin. Hann sagðist eiga erfitt með að benda á einn líklegan sigurvegara í ár en komst þó að niðurstöðu um hvaða land hefði líklega sigrað.

„Ég held að Ísland hefði sigrað. Ekki mitt persónulega uppáhaldslag en ég skil vel að lagið er svona vinsælt. Það er glaðvært og lyftir manni upp og stingur í stúf við önnur lög í keppninni. Þetta líkist þó í hreinskilni glataðri framhaldsskólahljómsveit og það held ég að fái fólk um alla Evrópu til að brosa.“

Þá hefur varla farið framhjá mörgum að Daði og gagnamagnið sigruðu í litlu Eurovisionkeppnum Svía og Norðmanna nú í vikunni með yfirburðum.

En kannski eiga ummæli sem Tobi Konk skrifaði við myndband Daða og gagnamagnsins best við þá stöðu sem uppi er:

„Það særir virkilega að Eurovision hafi verið aflýst en sú staðreynd að þau geti ekki flutt ÞETTA meistaraverk í úrslitunum er glæpur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum

Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum
Pressan
Í gær

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?

Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Þeir sem deyja úr COVID-19 deyja að meðaltali 16 árum fyrr en ella

Ný rannsókn – Þeir sem deyja úr COVID-19 deyja að meðaltali 16 árum fyrr en ella
Pressan
Fyrir 5 dögum

Af hverju hefur Trump barist svo harkalega fyrir því að halda skattaskýrslum sínum leynilegum?

Af hverju hefur Trump barist svo harkalega fyrir því að halda skattaskýrslum sínum leynilegum?