fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Pressan

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varð hinn 79 ára Julián Sánchez fyrir því óláni að detta inni á baðherbergi heima hjá sér  í Madrid og mjaðmagrindarbrotna. Sjö dögum síðar lést hann. Ekki af völdum brotsins heldur einfaldlega af því að hann var lagður inn á sjúkrahús á röngum tíma.

„Faðir minn var fluttur á sjúkrahús og átti að gangast undir mjaðmaaðgerð en lést af völdum kórónuveiru.“

Sagði sonur hans og alnafni í samtali við El Mundo.

Sánchez var lagður inn á Severo Ochoa de Leganés sjúkrahúsið í Madrid þann 16. mars þegar COVID-19 faraldurinn var af alvöru að skella á borginni og sjúkrahúsinu.

Álagið hefur verið gríðarlegt á sjúkrahúsinu og á upptökum frá La Sexta sjónvarpsstöðinni sést að læknar verða að þræða sér leið á milli sjúklinga sem liggja og sitja á göngum sjúkrahússins.

Sumir verða að bíða klukkustundum saman ef ekki dögum saman í biðstofum því það er ekkert pláss fyrir þá á sjúkrahúsinu. Fólk er því alltof nærri hvert öðru og smitleiðir því auðveldar fyrir veiruna skæðu.

Sánchez er ekki eini sjúklingurinn sem hefur smitast af veirunni á sjúkrahúsum landsins og látið lífið af hennar völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
Fyrir 4 dögum

Örtröð við Hreðavatn um helgina

Örtröð við Hreðavatn um helgina