fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, lést og eiginkona hans er í lífshættu eftir að þau tóku klórókínfosfat í viðleitni til að sleppa við smit af völdum COVID-19 veirunnar. Svo virðist sem þau hafi ekki tekið þá útgáfu klórókínfosfats sem fæst í lyfjaverslunum heldur „blöndu sem er oft notuð til að þrífa fiskabúr“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda að sögn CNN. NBC News ræddi við konuna sem sagði að þau hjónin hafi heyrt um tengsl klórókíns við kórónuveiruna á fréttamannafundi Donald Trump forseta. Þau hafi ákveðið að taka efnið þar sem þau „óttuðust að smitast“.

Hún sagðist hafa átt efnið heima því það hafi hún notað til að þrífa fiskabúr.

„Ég sá þetta í hillunni og hugsaði með mér: „Er þetta ekki efnið sem var verið að tala um í sjónvarpinu?“

Trump hefur nefnt klórókín sem hugsanlega lækningu við COVID-19 en efnið er notað gegn malaríu og fleiri sjúkdómum en heilbrigðisyfirvöld hafa ekki samþykkt notkun þess gegn COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið