fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Þrír menn dæmdir í 125 ára fangelsi vegna drukknunar Alan Kurdi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 19:30

Málverk til minningar um Alan Kurdi í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru nýlega dæmdir í 125 ára fangelsi hver vegna dauða hins þriggja ára Alan Kurdi 2015. Margir muna eflaust eftir myndum af líki Kurdi þar sem það lá á grúfu á sandströnd í Bodrum í Tyrklandi en þangað rak líkið. Myndin varð táknmynd þeirra hörmunga sem flóttafólk gekk í gegnum á þessum tíma.

Þremenningarnir voru höfuðpaurarnir í glæpahring sem smyglaði fólki frá Tyrklandi til Evrópu. Þeir voru handteknir í byrjun síðustu viku af tyrkneskum öryggissveitum og dæmdir á föstudaginn. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Kurdi að bana af ásettu ráði.

Lík Kurdi rak á land eftir að bátur, fullur af flóttafólki, sökk undan strönd Bodrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Góðverk eru smitandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring
Pressan
Fyrir 3 dögum

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra