fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hafa leyst gátuna um hvaðan heimshöfin koma

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 21:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 4,5 milljörðum ára lenti jörðin í árekstri við gríðarlega stóran loftstein eða litla plánetu. Áreksturinn var svo harður að tunglið varð til við hann. En hann hafði einnig þau áhrif að eftir stóð jörðin án nokkurs vökva. Vísindamenn hafa lengi haft þá kenningu að næstu milljónir ára hafi loftsteinar úr ytri lögum sólkerfisins dunið á jörðinni og að þeir hafi innihaldið vatn, þannig hafi heimshöfin myndast.

Kristoffer Szilas, jarðfræðingur hjá jarðvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla, segist nú geta staðfest þessa kenningu. Hann hefur fundið 3,8 milljarða ára gamalt „fingrafar“ eftir sérstaka tegund loftsteins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla. Í henni er haft eftir Szilas að vísindamenn hafi fundið sérstakt ísótóp fingrafar af fyrsta efninu á jörðinni og að það segi til um hvernig jörðin var samansett í upphafi og hvaðan vatnið í höfunum kom. Þannig hafi stór ráðgáta um jörðina okkar nú verið leyst.

Vísindamennirnir fundu loftsteininn á Grænlandi og fengu fyrrgreinda niðurstöður við rannsóknir á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið